Horfið til vinstri fortíðar í skattamálum

Ekki er hægt að segja að skattatillögur ríkisstjórnarinnar séu frumlegar eða vænlegar til að örva einkageirann og skapa atvinnutækifæri. 

Auka þarf skatttekjur, það er alveg ljóst en það er ekki sama hvernig það er gert og í hvaða hlutföllum.

Ráðast þarf fyrst á ríkisbáknið og sníða því stakk eftir vexti áður en skattahækkanir eru ákveðnar. 

Hyggilegra hefði verið að dreifa aðhaldsaðgerðum yfir lengri tíma og hafa blöndunarhlutföllin á milli niðurskurðar og skatta 2/3 og 1/3 en ekki helmingaskipti.  Það verður að dreifa byrðunum jafnt.  Einkageirinn hefur tekið á sig mestan skellinn.  Atvinnuleysi er nú um 7-8%.  Hversu stór hluti þessa hóps eru fyrrverandi ríkisstarfsmenn?

Svo sé ég að Lilja Mósesdóttir hefur fengið sinn eignarskatt inn en þó ekki nema upp á 1.25% en ekki 3% eins og talað var um fyrr á árinu, en það er enn langt til ársins 2012.  Það má búast við að þessi prósenta hækki ár frá ári og skattleysismörkin sígi jafn og þétt eftir því sem þessi skattur skilar minna og minna inn.  3 ma kr. er ekki há tala þegar hallinn er 180 ma kr.  Vandamálið er að þessi skattur "lekur".  Margir sem eiga skuldlausar eignir yfir 120 m kr. hafa ráð og efni á að bregðast við þessu.  Margir eru þegar fluttir úr landi og fleiri eiga eftir að fylgja.  Þar með tapast aðrar skatttekjur, sérstaklega fjármagnstekjuskattur.  Allt í allt, má teljast gott ef þessi skattur skilar sér á sléttu.  Miklu líklegra er að hér sé um pólitíska ákvörðun að ræða en hagfræðilega.  

 


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er skattlagning einhverntíman frumleg ?

Ef engin á að borga, hvað á þá að gera ?

Hér er ,,frumleg" setning  :

,,Miklu líklegra er að hér sé um pólitíska ákvörðun að ræða en hagfræðilega.  "

JR (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:47

2 identicon

Núverandi vinstri ríkisstjórn er það ekki í blóð borið að skera niður ríkið, það vill þvert á móti auka hlutverk þess og forræði yfir þegnum landsins. Þannig að það kemur ekki á óvart að þeir reyna að snúa vösum fólks út á rönguna og drekkja fyrirtækjum í sköttum og gjöldum. JR, það er alltaf sama skítalyktin af svona sósíalískum skattahækkunum og "jöfnuði" þar sem prósentu skattur er ekki nóg heldur er hann þrepskiptur í ofanálag, allskonar bætur keyrðar upp. Það endar bara á einn veg, hér verða allir á bótum og enginn hefur metnað né ástæðu til að reyna að gera eitthvað af viti.

Jóhann (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 19:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband