1. apríl

Kostuleg frétt og uppsetning. 

Geta lesendur Viðskiptablaðsins gengið út frá því að tölfræðin hafi verið notuð rétt í þessari "skoðanakönnun".  Var úrtakið valið af handahófi?  Er marktækur munur á fyrsta og öðrum manni?  Hvernig voru þessi sjö nöfn valin og af hverjum?

Í raun segir þessi skoðanakönnun ekkert annað en að leiðtogaleysið á Íslandi er algjört!  

Það er orðið virkilegt vandamál hér hvernig skoðanakannanir eru notaðar til að "panta" niðurstöðu sem síðan er slegið upp á forsíður blaðanna.  

Ef menn halda að ritstjórinn úti í Hádegismóum sé besti og hæfasti leiðtogi sem við höfum og geti tryggt sátt og samlyndi innanlands og endurheimt traust og trúverðugleika erlendis ráðlegg ég fólki að taka fyrstu vél úr landi og koma til baka eftir 25 ár.

Að lokum væri hollt fyrir viðskiptablaðið að muna að mestu leiðtogar heims, eins og t.d. Churchill, voru ekki valdir í skoðanakönnunum eða prófkjörum.

 


mbl.is Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Heima hjá mér verður pakkað niður og flutt ef þessi ósk sumra rætist.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.10.2009 kl. 10:21

2 identicon

Þú verður náttúrulega að átta þig á því að þessi frétt er skrifuð á mbl.is og hver situr í ritstjórastólnum á Mogganum?  Ég hef miklar efasemdir um sannleiksgildi þessarar fréttar og tek hana með fyrirvara. 

Andrea (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 10:31

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.10.2009 kl. 10:52

4 identicon

Ég er búinn að pakka niður og klár í að yfirgefa landið. En ég hætti við að fara ef Davíð Oddsson tekur við. Jóhanna og Steingrímur vilja vel, þau bara hafa ekki minnsta skilning á því sem þarf að gera.

Ævar (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 15:54

5 Smámynd: Kama Sutra

Næsta "marktæka skoðanakönnun" Viðskiptablaðsins?:

http://gautieggertsson.blogcentral.is/blog/2009/10/29/naesta-konnun-vidskiptabladsins/

Kama Sutra, 30.10.2009 kl. 04:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband