Bjarni feilreiknar sig í Stokkhólmi

Bjarni Ben ræðst á hin Norðurlöndin og skammar þau án þess að útskýra, hvað þá viðurkenna, að nein mistök hafi verið gerð á Íslandi. Þessi ræða mun eingöngu sannfæra erlenda aðila, að hversu óæskilegt sem það var að tengja AGS hjálp og Icesave var það nauðsynlegt í þessu tilviki þar sem skilningur og viðhorf Íslendinga var svo lítill og afneitunin algjör.

Bjarni sagði:

"Af þessum ástæðum, vil ég nota tækifærið til að tjá ykkur hversu daprir og vonsviknir við Íslendingar erum, vegna framgöngu Norðurlandanna og jafnframt krefst ég svara við þeirri spurningu hvað ráði afstöðu manna."

Ekki að Íslendingar séu daprir og vonsviknir yfir framgöngu og ákvörðunum eigin stjórnmálamanna, eftirlitsstofnanna eða útrásarvíkinga.  Ekkert uppgjör við fortíðina og engin iðrun.  

Hér glataði Bjarni gullnu tækifæri til að sannfæra okkar nágranna um að nýr og betri maður hefði tekið við Sjálfstæðisflokknum, stærsta flokki landsins.  Hann hefði getað skapað fjarlægð á milli sín og fyrirrennara sinna með því að útskýra og viðurkenna þeirra mistök og ábyrgð.  Hann hefði getað ítrekað að nú tæki nýtt og öflugra lið við stjórn flokksins sem muni hreinsa út.  Þá hefði Bjarni sem nýr stjórnmálamaður sem ekki stóð vaktina í hruninu getað tekið það forystuhlutverk að biðjast afsökunar á mistökum okkar stjórnmálamanna og þar með skapa sér stöðu sem maður framtíðarinnar.  

En því miður gerði Bjarni ekkert af þessu, heldur hlekkjar hann sig við óskiljanleg völd gömlu klíkunnar sem mun nota öll brögð til að hvítþvo sjálfa sig og Bjarni virðist verð orðinn auðmjúkur þjónn þeirra. Auðvita eru menn yfirsig hrifnir í Hádegismóum, en er það nóg?

Nei, Bjarni, betur má ef duga skal.  

 

 


mbl.is Ísland stóð eitt í hvirfilbylnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mátulegt á Sjálfstæðisflokkinn að sitja uppi með Bjarna Ben sem formann. Sjálfstæðisflokkirinn hefur enn og aftur orðið sér og sínum til skammar á erlendum vettvangi.

Stefán (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:07

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það var svo sem ekki við því að búast að Bjarni Ben sýndi einhver merki iðrunar, slíkt er ekki til í Sjáfstæðisflokknum.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 09:15

3 identicon

Sýna iðrunar.....Hvenær er nóg orðið nóg af því að sýna iðrun. Er ekki flokkurinn búinn að fara í gegnum endurreisn til að gera upp við fortíðina? Baðst Geir H. Haarde ekki afsökunar á Landsfundinum ?? Er ekki kominn nýr formaður ?? Á hann líka að biðjast endalaust afsökunar ??....Hversu langt á að ganga hérna ....Eiga forystumenn X-D að vera útum allan heim að biðjast afsökunar þegar allt er í RUGLI hér heima og Rikisstjórnin gagnslaus ?? Hvers konar Stjórnmálaflokkur yrði það þá sem stæði ekki fyrir neitt nema að sýna Iðrun...WAKE UP PEOPLE, við erum að glíma við Ríkisstjórn sem er með ENGINN úrræði....Tími iðrunar er OVER

LÖNGU tímabært var að íslenskir stjórnmálamenn töluðu hreint út um gildi norræns samstarfs og hvort það sé einhvers virði eftir að Norðurlöndin horfðu þegjandi og hljóðalaust á aðförina að Ísland eftir efnahagshrunið....Þetta er allt í orði en ekkert á borði hjá þessum Norrænu vinum okkar.

Af hverju eru "vinir" okkar að fylgja sér á bakvið Breta og Hollendinga sem hafa enga lagalega rétt í þessu Icesave máli og AGS ....Sannir vinir, eins og Færeyjingar hefði stutt "vini" sína í þessu óveðri sem er búið að vera hér á landi BURT séð frá því hverjum það sé að kenna sem er notabene ennþá verið að rannsaka....Bjarni var beinskeittur í sinni ræðu og furðar sig á hvar aðstoð þessara þjóða er....Í staðinn að vera auðmjúkur og segja að allir séu vinir á meðan svo er ekki....

Jón H. Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:36

4 identicon

Merkilegt þegar íslenskur stjórnmálamaður reynir að gæta hagsmuna Íslendinga, þá sé fólk mótfallið því. Bjarni var að gagnrýna að Norðurlandaþjóðirnar skyldu ekki standa saman og aðstoða Íslendinga á þessum erfiðu tímum. Allir vita að þessi hrikalega staða í fjármálum Íslendinga er til komin vegna græðgi örfárra manna. Það vita forsvarsmenn hinna Norðurlandaþjóðanna, það þarf ekkert að útskýra það fyrir þeim. Allir vita að 99% Íslendinga tóku ekki þátt í þessu rugli.

Það sem er merkilegast í þessu máli  er þegar Bjarni gagnrýnir þá sem standa okkur næst fyrir að standa á hliðarlínunni og gera ekki neitt, þá rísa upp Íslendingar eins og Andri Geir, og vilja helst að ekkert sé gert nema hoppað á vagninn hjá AGS. Allir vita hvernig hefur farið fyrir þeim sem þar lenda. Það er ekki öfundsverð staða, enda hefur yfirmaður AGS sem fer með mál Íslands sagt að alls ekki megi lækka vexti á Íslandi og fleira í þeim dúr. Kannski að Andri Geir sé ánægður með það líka?

Þegar kom að því að ræða Ice-save ábyrgðir í vor, þá kom í ljós að hluti þjóðarinnar, reyndar ekki eins stór og menn héldu (mikill minnihluti með icesave) vildi skrifa undir þessar ábyrgðir þegjandi og möglunarlaust, helst án þess að lesa yfir þá hörmulegu skilmála sem apakettirnir í samninganefndinni höfðu samið um. Fyrir tilstilli stjórnarandstöðunnar og nokkurra stjórnarþingmanna var málið tekið upp. Lengi verður t.d. í minnum haft afstaða varaformanns fjárlaganefndar, Björns Vals, sem vildi bara skrifa undir, hann lét sig að vísu hverfa um leið og málið var tekið á dagskrá, sem er alger vanvirðing við þá sem hann er að vinna fyrir, íslensku þjóðina.

Nú er búið að lagfæra þennan samning, hann er enn vonlaus engu að síður. Líklega er eina von Íslendinga að fá aðstoð frá Norrænu ríkjunum beint. Aðstoð gegnum AGS þýðir hrun í lífskjörum á Íslandi, alveg eins og í öllum öðrum löndum þar sem sá banki/sjóður hefur komið að málum.

Þing Norðurlandaráðs hefði verið góður vettvangur til að taka málið upp. Því miður vorum við með vonlaust lið þarna að stórum hluta. Jóhanna greyið var skjálfandi á beinunum úr stressi. Helgi Hjörvar er kominn þarna sem formaður og væntanlega sem hagsmunagæslumaður ESB liða á Íslandi við að eiga gott veður við Reinfeld.

Satt að segja lítur þetta mjög illa út, og verst að Íslendingar sjálfir skuli ekki sjá hvað er að gerast. Menn á borð við Andra Geir sjá ekki fram fyrir nef sér í þessum málum. 

joi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 09:47

5 Smámynd: Haraldur Hansson

Bjarni er kannski enginn framtíðar leiðtogi og Sjálfstæðisflokkurinn rogast með draug úr fortíðinni. Þar á eftir að fara fram uppgjör. En þingmaðurinn var samt fulltrúi Íslands á þessum vettvangi. Í ávarpi sínu gerði hann grein fyrir málstað Íslands í Icesave deilunni eins og hann sér hann:

Bretar misnotuðu AGS til að gera tvennt: 1) Tefja fyrir endurskoðun efnahagsáætlunar og 2) þvinga Ísland til að afsala sér lagalegum rétti.

Bjarni lýsti vonbrigðum með að Norðurlöndin hafi tekið stöðu með þeim stóra og sterka, en ekki með málstað Íslands. Þar er hann ekki eingöngu að tala um fjárstuðning.  

Það eru engar líkur á því að nokkur styðji Íslenskan málstað ef við komum honum ekki á framfæri. Ríkisstjórn Íslands hefur ekki gert það og Jóhanna var ekki líklega til þess á fundinum, þótt hún hafi stór orð um óréttlætið í stefnuræðu á þingi. Það eru Eva Joly, Michael Hudson, blaðamenn á Daly Telagraph og Financial Times og fleiri sem hafa gert það, en ekki ríkisstjórnin.

Ég trúi því ekki að þú trúir því sjálfur að þessi ræða hafi eingöngu sannfært erlenda aðila um nauðsyn þess að tengja AGS við IceSave eins og þú skrifar í færslunni. Eða að þessi fundur hafi verið vettvangur til að biðja skandinavíska pólitíkusa afsökunar á bankahruni á Íslandi.

Haraldur Hansson, 28.10.2009 kl. 10:02

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Í Stokkhólmi var Bjarni ekki að tala til Íslendinga.  Þar voru frændur okkar frá hinum Norðurlöndunum sem flestir höfðu ekki hitt eða heyrt í manninum fyrr.  Ræða hans var hins vegar sniðin fyrir fólkið heima en ekki áheyrendur í Stokkhólmi.

Það er allt í lagi fyrir Bjarna að vera beinskeyttur og gagnrýna hin Norðurlöndin en ekki fyrr en hann hefur skapað fjarlægð frá sér og fortíðinni og hennar mönnum.   Bjarni verður að nota hvert einasta tækifæri til að hamra á því að mistökin voru gerð af Geir og Davíð og að hann sé nýr og betri maður sem hægt sé að treysta.  Þá hefur hann meiri trúverðugleika bæði hér á landi og erlendis. 

Þessu klúðraði hann.  Eða hann hefur ekki nógu sterk bein til að standa upp í hárinu á valdaklíku Davíðs og hans mönnum?

Joi, hver sem þú ert, þá er það heigulsháttur að svara málefnalegri gagnrýni með persónulegu skítkasti og það nafnlaust.  Þetta er þekkt áróðursaðferð frá Karl Rove og lítillækkar alla þá sem nota slíkar aulaaðferðir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 10:13

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Nú, Bjarni Ben er tvímælalaust einn af draugum fortíðarinnar hjá Sjálfstæðisflokknum, auk margra annarra þingmanna.

Og það er eins og hver önnur auðvaldslygi, að núverandi ríkisstjórn hafi ekki komið málstað Íslands á framfæri erlendis. Ég veit ekki hvað annað en óheiðarleiki kemur mönnum til að halda slíkri fjarstæðu fram.

Jóhannes Ragnarsson, 28.10.2009 kl. 10:15

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Haraldur,

Sjaldan veldur einn þá tveir deila.  Ef Bjarni hefði aðeins sett hlutina í víðari samhengi og sýnt meiri skilning og jöfnuð í sinni gagnrýni hefði hann komið mun sterkari út úr þessari ræðu.  

Íslendingum hættir oft að sjá aðeins aðra hlið málsins og því er þeir svo oft mistúlkaðir erlendis (Ólafur Ragnar hefur margoft lent í þessu og aðrir).  

Þegar maður kemur vopnlítill til orrustu er oft best að byrja á því að slá vopnin úr hendi andstæðingsins áður en hafist er til atlögu.

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.10.2009 kl. 10:21

9 identicon

Af hverju var ræða Bjarna sniðin fyrir fólkið heima en ekki fólkið frá hinum Norðurlöndunum? Ég get ekki með nokkru móti séð hvernig þú færð það út. Það er fráleitt.

Skuldir íslensku þjóðarinnar eru helst til komnar vegna gjaldþrota örfárra einstaklinga. Hvernig er hægt að höggva framhjá því? Gjaldþrot Wernersbræðra jafnast á við rekstur Landspítalans í heilt ár. Samanlagt tap tveggja þriggja smágúbba útrásarmanna er svipaður og myndi kosta að byggja nýtt sjúkrahús. Allir eru sammála um að það voru ákveðnir menn sem nýttu sér veilur í íslenskum lögum og misnotuðu þær sér í hag. Þjóðin situr uppi með afleiðingarnar. Þeir sem misnotuðu sér þessar glufur voru örfáir aðilar. Þetta vita forsvarsmenn hinna Norðurlandaríkjanna. Ef þeir gera það ekki, þá hefur núverandi ríksstjórn verið að hylma yfir með þessum mönnum, það er alvarlegt mál. Samfylking hefur reyndar lengi haft það orð á sér, og því kæmi það ekki svo mjög á óvart.

Ég held að það sé af og frá að halda því fram að Stoltenberg eða Reinfeld viti ekki hver Bjarni Ben. sé. Kannski hafa einhverjir ekki heyrt í honum áður, en það er kannski ekki skrýtið, hann er nýtekinn við sem formaður Sjálfstæðisflokksins.

Andri talar um mistök Geirs og Davíðs. Hann kemur hvergi inn á mistök utanríkisráðherra Ingibjargar Sólrúnar sem dúndraði um heiminn þveran og endilangan til að segja öllum að hér væri allt í himnalagi árið áður en allt hrundi. Andri nefnir heldur ekki að árið áður en allt hrundi var yfirmaður bankanna á Íslandi Björgvin G. Sigurðsson.

Flestir þeir erlendu aðilar sem rætt er við, hafa þá mynd klára að þeir sem rústuðu Íslandi voru fjárglæframenn, ekki stjórnmálamenn. Þannig upplifa þeir amk hrunið á Íslandi. Íslenska ríkisstjórnin hefur alltaf staðið sína plikt í þessu samstarfi.

Stóðu íslensku viðskiptamógúlarnir sig í sínum viðskiptum í Noregi, Danmörku eða Svíþjóð? Gerðu þeir það Andri?

Bjarni Ben. hefur kannski ekki úr miklu að moða, hann er í stjórnarandstöðu. Samfylking og VG virðast hafa það markmið eitt að koma sökinni á hvernig komið er á stjórnvöld, en ekki á þá sem misnotuðu sér það traust sem þeim var sýnt.

Jóhanna stóð sig aftur á móti mjög ILLA í gær. Nú tala ESB sinnar um að smáríki þurfa að standa saman. Allir vita að eina ríkið sem hefur sagt sig úr ESB eru Grænlendingar. Færeyingar koma til með að gera það sama um leið og þeir geta. Hvar er þá samstaða smáríkja ESB ríkja innan Norðurlandaráðs?

Mér finnst þetta mal í Andra Geir vera týpískt Samfylkingarraus, svona svipaður tónn og í Borgarnesræðunni frægu. Það hefur lítið breyst síðan þá í röðum Samfylkingarmanna.

joi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 10:44

10 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður punktur Andri Geir. Geir Haarde bað flokkinn afsökunar, ekki þjóðina og á því er mikil munur Jón H. Flokkurinn hefur ekki sýnt neina iðrun, pakkaði endurreisnarskýrslunni ofan í skúffu eftir fjallræðu davíðs og rak þar með puttan framan í alþjóð og umheimin. Satt að segja á ég ekki von á neinni iðrun eða afsökunarbeiðni frá þessum flokki.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 28.10.2009 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband