27.10.2009 | 08:08
Engir peningar til - utanþingsstjórn eina lausnin
Það eru engir peningar til hér á landi umfram skuldir. Eigið fé Íslands er neikvætt. Það er ekki hægt að borga laun og fjárfesta með skuldum, til þess að það sé hægt þurfa að koma ný lán og þar er allt í biðstöðu m.a. vegna hugmynda um orkuskatta og tafa í afgreiðslu Icesave.
Nú stendur þjóðin frammi fyrir því að lífskjaraniðurskurður verður ekki lengur umflúinn. Það er komið að skuldadögum. Nú þarf almenningur að borga fyrir afglöp sinna stjórnmálamanna síðustu 20 árin. Lélegasta hagstjórn innan OECD getur aldrei skilað hagsæld og stöðuleika.
Sömu persónur og leikendur sem hafa staðið vaktina síðustu árin geta ekki komið landinu út úr þessum vanda. Til þess skortir þá leiðtogahæfileika, yfirsýn og hlutleysi til að ráðast á þann hagsmunafrumskóg sem varnar allri uppbyggingu og breytingum.
Eina lausnin er utanþingsstjórn næstu 18 -24 mánuðina sem vinnur náið með AGS og síðan aðrar kosningar.
Hafa ekkert nálgast niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jamm, það vita það allir hugsandi menn að þú byggir ekki á grunni brunarústa með brennuvargana sem verkstjóra og verktaka. En það er víst leitun að hugsandi mönnum innan stjórnkerfisins. Við fáum ekki valkosti og engin hefur hugsað sér að gefa neina kosti. Hvað þarf til? Byltingu?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.10.2009 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.