Útlendingar bíða í ofvæni eftir íslenskum bönkum!

Már Seðlabankastjóri segir:

"að þegar þær aðstæður skapist verði brýnt að svara spurningum um í hversu miklum mæli íslenskum bönkum verði leyft að stunda alþjóðlega bankastarfsemi."

Ég held að það væri skynsamlegt að gera ráð fyrir að vörumerkið "íslenskur banki" eigi sér ekki viðreisnarvon í Evrópu.  Í fyrsta lagi þarf innistæðueigendur til að reka alvöru banka.  Hvað ætli það séu margir Evrópubúar sem geta ekki beðið eftir að leggja sitt sparifé inn hjá Íslendingum?  Svo eru það erlendir eftirlitsaðilar, hvað kröfur munu þeir gera til íslenskra banka?  Í framtíðinni verða gerða kröfur um að starfsmenn og stjórnendur banka sem vilja starfa á alþjóða vetfangi hafi viðeigandi reynslu, menntun og þekkingu.  

Nei, ég held að þetta sé það síðasta sem Már þarf að hafa áhyggjur af.  


mbl.is Tímabært að hefja afnám hafta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Góður, ég held þó að við getum eflaust komið upp Blóðbanka & jafnvel sæðisbanka þarna í Evrópu, en það má vel vera að vonlaust sé að opna íslenskan banka þarna erlendis næstu 600 árin eða svo...lol...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 26.10.2009 kl. 18:22

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Vertu ekki of viss Andri.

We have robed these shores many times before and we will rob them again.

Við eigum mjög fljótlega að opna nýtt bankaútbú í London og byrja að safna innlánum, bjóða góða ávöxtun og bankaþjónustu

Allir innistæðueigendur í Bretlandi eru með allt sitt á þurru eftir viðskipti við íslensku bankana. Þeir hafa fengið allt sitt fé í sínar hendur með þeirri miklu ávöxtun sem lofað var.

Bretar mundu flykkjast sem sitt fé í nýjan íslenskan banka ef hann opnaði í London. Það er í dag búið að "testa" þessa íslensku banka. Það hefur sýnt sig að innistæður í íslenskum banka í London eru ekki síður tryggðar en í öðrum breskum bönkum og jafnvel betur því á bak við íslensku bankana stendur ekki bara breska ríkið heldur einnig það íslenska. Ef ávöxtunin á sparifénu er góð þá munu þeir koma. Af hverju ekki?

Andri, we have robed these shores before. Best heppnað ránið var reyndar þegar við rændum og lögðum undir okkur York / Jórvík og nálægar sveitir.

 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Svona án gríns Andri, þá má það ekki heldur gerast að við hættum öllum alþjóðlegum bankarekstri. Sérstaklega ekki í  Bretlandi, Hollandi og á hinum Norðurlöndunum.

Að hætta alþjóðlegri bankastarfsemi á Íslandi eftir þetta hrun væri svipað og ef einstaklingur sem lendir í alvarlegu bílslysi, hann ákvæði í framhaldi að hætta að aka bíl.

Það má heldur ekki gerast.

Hins vegar er þessi ökumaður, "íslenski bankamaðurinn", í augnablikinu búinn að missa ökuprófið vegna glæfraaksturs og lögbrota. Það þarf að gera þau mál upp og sumir þeirra fá væntanlega ævilanga sviftingu en aðrir fá tímabundna sviftingu og þurfa í framhaldi að taka ökuprófið upp á nýtt eigi þeir að fá réttindi til að aka bíl á ný. Þegar menn eru komnir á ný með ökupróf þá eiga menn hiklaust að fara af stað aftur. Það þarf bara að hafa gætur á þeim þannig a þeir muni að vera alltaf með beltin spennt og virða reglur um hámarkshraða.

Við megum ekki við því að glata þó þeirri þekkingu í alþjóðlegri bankarekstri sem hér er til. Hana eigum við að virkja eins og annað. Menn þurfa að fá hingað heim 30 til 40 góða erlenda bankamenn inni í þessa þrjá stóru banka okkar og þessir bankamenn þyrftu að starfa hér í tvö til þrjú ár. Þá væri okkar fólk búið að ná heim töluvert af þeirri þekkingu sem hér vantar. Íslensku bankamennirnir væri þá í nokkurs konar æfingaakstri í bankarekstri hjá þessum erlendu bankamönnum. Þessir erlendu bankamenn yrðu síðan "fronturinn" í nýrri rólegri útrás bankana. Þannig myndi ég vilja gera þetta.

Eftir tvö til þrjú ár hefði ég viljað sjá fyrstu nýju bankaútibúin skjóta upp kollinum erlendis. Bönkunum væri síðan sniðinn stakkur eftir vexti íslenska hagkerfisins og stærð tryggingasjóðs innlánseigenda. Með öðrum orðum næsta útrás yrði eins og hjá "mönnum" en ekki "víkingum".

Við megum alls ekki hætta og leggja árar í bát.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þjóð sem ekki getur reki hamborgarastað getur ekki rekið banka.

Andri Geir Arinbjarnarson, 26.10.2009 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband