23.10.2009 | 06:23
Menntamálaráðherra á milli steins og sleggju
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir að staða Baldurs Guðlaugssonar sem ráðuneytisstjóra í menntamálaráðuneytinu verði skoðuð eftir helgina í ljósi fregna um að sala hans á hlutabréfum í Landsbanka Íslands rétt fyrir bankahrunið í fyrrahaust sæti nú rannsókn sérstaks saksóknara.
Þetta sagði Katrín fyrir um viku síðan. Greinilegt er að hún er í miklum vanda, en hvers vegna?
Eiga ráðuneytisstjórar ekki að vera yfir allan grun hafnir og um leið og mál þeirra eru send til FME hvað þá saksóknara er ekki eðlilegt að þeir víki úr starfi á meðan rannsókn standi?
Steingrímur sagði einu sinni að við ættum að fara að haga okkur eins og best gerist á hinum Norðurlöndunum. Á þetta ekki við æðstu embættismenn ríkisins? Gilda aðrar og rýmri reglur um þá?
Hitt sem er svo líka óskiljanlegt er hvers vegna Baldur segir ekki af sér. Það er hefð í öllum okkar nágrannaríkjum að um leið og ráðuneytisstjórar missa traust sinna ráðherra þá segja þeir af sér. Skiptir þá engu hvort sekt þeirra hefur verið sönnuð fyrir dómstóli, í raun kemur afsögn alltaf áður en mál þeirra lenda á borði saksóknara. Á Íslandi er hins vegar engin siðferðishefð í svona málum eins og erlendis.
Ef Katrín tekur ekki ákvörðun í þessari viku (þ.e. í dag) mun staða hennar veikjast sem ráðherra. Hverra hagsmuna er verið að gæta hér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sennilega eru bara mun fleiri háttsettir í súpuni en Baldur. EF hann verður látinn fara er ljóst að það þarf að láta fleiri fjúka.
Margrét (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 07:26
Margrét,
Einmitt, þá brestur stíflan. En er það ekki bara eðlileg hreinsun?
Andri Geir Arinbjarnarson, 23.10.2009 kl. 08:06
Í þessu máli Baldurs kristallast vanhæfni íslensku stjórnsýslunnar. Hún er vanhæf að taka á eingin vandamálum. Stjórnsýsla sem getur ekki tekið á eigin vandamálum er um leið óhæf til að taka á öðrum erfiðum málum.
Þessir hræðilegu samningar um Icesave og aðgerðarleysi stjórnsýslunnar í aðdraganda bankahrunsins sýna og sanna að stjórnsýslan ræður heldur ekki við að sinna sínum skyldum og er algjörlega vanhæf og í raun óhæf að verja hagsuni þjóðarinnar með þeim hörmulegu afleiðingum sem við þekkjum.
Ekki bætir úr skák ef í stólum ráðherra situr fólk sem hefur ekki það sem þarf til að stýra og stjórna og greinir ekki rétt frá röngu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 23.10.2009 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.