21.10.2009 | 13:01
Að tapa máli í niðurlægingu til þess eins að kaupa sér upplýsingar?
Á visir.is er að finna þennan skilanefnda-gullmola:
Jóhannes Rúnar Jóhannsson hrl. hjá skilanefnd Kaupþings segir að eitt af megin markmiðum þess að farið var í mál við bresk stjórnvöld vegna yfirtökunnar á Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi var að upplýsa almenning og rannsóknaraðila um hvað í rauninni gerðist.
Hvað ætli FT hafi að segja um aðferðir skilanefndar Kaupþings, jú:
In a stinging judgment, the High Court dismissed the complaint brought by Kaupthing bank as having an air of artificiality and unreality to it.
Hver eru svo þessar upplýsingar aðgengilegar almenningi? Hvað kostaði þessi "upplýsingaleit"? Ekki eitt orð um það!
Ef einhver var í vafa um hæfni skilanefnda þá er hér komin ein kostulegasta sönnun þess að ekki er allt með felldu á þeim bæ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.