Í mál við björgunarmenn!

Vitleysan á Íslandi ríður ekki við einteyming.  Málsókn Kaupþings á hendur breska fjármálaeftirlitsins opinberar þá algjöru ringulreið, vanhæfni og siðblindu sem ríkir hér á landi.

Hér er enn eitt dæmið þar sem skotið er föstum skotum á björgunarmenn og reynt að skella skuldinni á þá.   Á meðan ganga þeir sem kveiktu í húsinu lausir og er leyft að hneykslast á björgunaraðgerðum og þeim sem þar koma að.

Það virðist nokkuð ljóst að aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins komu í veg fyrir að innlánsreikningar Kaupþings yrðu að öðru "Icesave" fyrir íslenska skattgreiðendur.

Spurningin vaknar:  Hvað aðhafðist FEM á þessum tíma, stjórnvöld og Seðlabankinn? Hvaða einstaklingar á Íslandi stóðu fyrir þessari málsókn?  Vanhæfar skilanefndir, enn einn ganginn?

Málsókn á hendur stjórnar Kaupþings verður nú vart umflúin eftir þetta fíaskó.

Erlendir aðilar munu fylgjast grannt með næsta útspili Íslendinga. 

 


mbl.is Mál Kaupþings óraunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta finnst mér ekki sanngjarnt hjá þér. -Hvað gerði bretastjórn við innistæður Singer og Friedlander á eyjunni Mön? Þeir hirtu gífurlegar fjárhæðir og neituðu að borða innistæðueigendum undir því yfirskyni að þeir þurfi ekki að greiða þeim neitt þar eð íbúar eyjarinnar borga ekki skatt til Bretlands... Tvískinnungur?

Frikki (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 14:25

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Frikki,

Eyja Mön er ekki tæknileg innan EB/EES og því gilda ekki sömu innlánstryggingar þar og hér eða í Bretlandi.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.10.2009 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband