Landsbankinn verður ruslakista

Ef íslandsbanki og Kaupþing fara í hendur erlendar aðila mun Landsbankinn sem ríkisbanki breytast í ruslakistu þar sem ríkið verður að sjá um að afgreiða þá einstaklinga og fyrirtæki sem ekki fá þjónustu hjá "alvöru" bönkum. 

Því er líklegt að verðgildi Landsbanans muni rýrna mjög mikið eftir því sem bestu kúnnarnir færa sig yfir til öruggari og traustari eigenda sem hafa hærra lánsmat en íslenska ríkið og verða því samkeppnisfærari á öllum sviðum bankaþjónustu.  

Á endanum verður Landsbankinn meiri byrði en eign fyrir ríkið.  Það er því skynsamlegt að huga vel að framtíð Landsbankans um leið og hinir bankarnir fara í einkaeigu.


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er auðvitað einfaldast að leggja Landsbankann niður og viðurkenna að Íslendingar eru ekki menn til að fara með bankamál, hvorki hér né annars staðar. Ja, nema ef stórþjófurinn Sigurður Einarsson bankasérfræðingur væri til í að reka Landsbankann. Hann getur gert það í gegnum tölvu frá Litla Hrauni þegar þar að kemur. Talandi um það stórmenni ...af hverju er ekki búið að jafna við jörðu geðveikraverkið hans á Veiðilæk í Norðurárdal?

corvus corax, 15.10.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta eru frábærar fréttir að Íslandsbanki er kominn 95% í eigu erlendra banka og annarra kröfuhafa.

Loksins eru erlendir bankar komnir að bankastarfsemi á Íslandi. Því ber að fagna. Þessir aðilar vilja án efa hámarka virði þessarar eignar sinnar og það er bara gott fyrir Íslenskt samfélag.

Með þessu mun koma inn í íslenska bankamenningu aðhald, eftirlit, "kúltúr" og stöðugleiki auk fjármagns.

Aðal málið er þó það ljós trúverðugleika og öryggis sem Íslandsbanki verður nú sveipaður.

Starfsmönnum bankans og viðskiptavinum hans er án efa mjög létt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 15.10.2009 kl. 12:43

3 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Það er í eðli sínu ótrúlegt að MBA-menntaður maður skuli draga þessa ályktun að eini „ríkisbankinn“ sem eftir stendur jafnvel á endanum verði þá einhver ruslakista fyrir vonlausustu viðskiptavini bankakerfisins.

Væri því einmitt ekki snúið á hinn veginn að bankar í einkaeigu geri hvað sem í þeirra valdi stendur að fá til sín sem flesta viðskiptavini og taki þar með óeðlilega áhættu í að taka við vonlausustu dæmunum?

Eða mun það loksins gerast að þeir sem eru vonlausastir og standa sig hvað verst í skilum að þeir fá bara ekki lánafyrirgreiðslu eða aðra almenna bankaþjónustu sökum lélegra skila frá fyrri tíð?

Magnús V. Skúlason, 15.10.2009 kl. 13:40

4 identicon

Það er nokkuð ljóst að Magnús V. Skúlason er ekki skarpasti hnífurinn í skúffunni.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 15.10.2009 kl. 15:31

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Jón,

Hefði ekki getað orðað þetta betur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 16:03

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ég veit ekki hversu frábærar fréttir þetta eru. Það fer svolítið eftir hverjir þessir nýju eigendur eru og þeirra langtíma plön. Væntanlega vilja þeir losna við þessa eign sem fyrst.

Ríkið veitir bankanum 25 milljarða víkjandi lán sem gerir u.þ.b. 80.000 kr á hvert mannsbarn á Íslandi. Sömu stjórnendur og komu bankanum í þrot, eru enn við stjórn. Það að túlka þetta sem einhverja traustsyfirlýsingu fyrir bankann, er ótrúlegur barnaskapur og veruleikafirring hjá bankastjóranum og öðrum hlutaðeigandi aðilum.

Guðmundur Pétursson, 15.10.2009 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband