Alvogen eða Actavis - hver borgar betur?

Í Morgunblaðinu er athyglisverð grein um Róbert Wessman sem virðist eini útrásarvíkingurinn sem enn stundar víking.  Hann hefur fjárfest í bandarísku lyfjafyrirtæki sem nefnist Alvogen.  Ekkert kemur fram hvað þessi fjárfesting hafi kostað eða hvernig hún sé fjármögnuð né hvaða einstaklingar standi þarna á bak við.  Í raun er varla minnst á Róbert á vefsíðu Alvogen og hann er ekki listaður sem einn af stjórnendum, þótt hann titli sig hér á landi sem starfandi stjórnarformaður?  Kannski er verið að uppfæra vefsíðuna? 

Á hinn bóginn er hvergi minnst á Ísland eða Íslendinga á þessari vefsíðu.  Já það er af sem áður var, þegar íslenska vörumerkið í viðskiptum stóð fyrir dugnaði og dirfsku, nú stendur það fyrir sukki og svínaríi.  Áður fyrr voru Íslendingar stoltir af sínu þjóðerni erlendis, en nú er besta að leyna því!

Þó spurningum um fjármögnun og eignarhaldi þessa fyrirtækis sé ósvarað er hugmynd Róbert ekki svo galin og strategían er ekki svo vitlaus.  Það sem hann hefur í sigtinu eru einu alvöru eignir Actavis sem hann ætlar að stela um hábjartan dag frá fyrri viðskiptafélaga sínum, Björgólfi yngri og það er ekkert sem Björgólfur getur gert til að stoppa hann.

Róbert mun einfaldlega ryksuga verðmætustu eignir Actavis innan úr fyrirtækinu, nefnilega mannauðinn.  Hann þekkir Actavis og þá sem þar starfa líkleg betur en Björgólfur og á í engum vanda með að pikka besta fólkið út.  Actavis er jú skuldsettasta fyrirtæki landsins svo varla er það í standi til að yfirbjóða í besta fólkið en það sem gerir Róberti svo létt fyrir er orðstír Björgólfs.  Hver vill vinna fyrir svona mann og hafa fyrirtæki hans á starfsferilsskrá sinni? 

Hér erum við einfaldlega að horfa upp á lögmál frumskógarins.  Róbert, þó særður sé, er í mun betri stöðu en hinn helsærði og illa lyktandi Björgólfur.

Svo er að sjá hvernig íslenskir sjúklingar koma út úr þessu stríði.  Verða þeir skikkaðir af Wernersfjölskyldunni til að kaupa Alvogen lyf, eins og þeir hafa hingað til verið skikkaðir til að kaupa Actavis vörur.  Ætli Róbert geti ekki boðið betur?  Þetta snýst jú allt um peninga en ekki heilsu landsmanna. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru ljósár milli BTB og Wessman hvað karakter snertir.

Bangsatetur (IP-tala skráð) 14.10.2009 kl. 13:21

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Athyglisvert.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.10.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Birnuson

Þú hefur ekki leitað nógu vel. Eftirfarandi er af vefsíðu Alvogen:

Alvogen Group, the New Jersey-based generic pharmaceutical company, today announces that Robert Wessman, former CEO of Actavis, one of the world’s leading generic pharmaceutical companies, has become Executive Chairman and a major shareholder in the company.

http://www.alvogen.com/alvogen-news-next-generation-generic-pharmaceutical-company.shtml

Birnuson, 15.10.2009 kl. 08:02

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Birnuson,

Ég sá þetta, enda segi ég "varla" minnst á Róbert.  Hins vegar fann ég hvergi talað um "Iceland" eða "Icelandic". Róbert er ekki á síðunni um stjórnendur en kannski er verið að uppfæra hana eins og ég segi.

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.10.2009 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband