14.10.2009 | 09:47
Eru prófkjör viturleg?
Ekki hafa prófkjör reynst okkur vel og þarf aðeins að líta á samsetningu alþingis og sveitastjórna til að sjá það. Prófkjör er vinsældarkosning en ekki faglegt val á hæfasta fólkinu til að gæta hagsmuna kjósenda.
Hvað þarf staða sveitarfélaga að versna til að þessari heilögu prófkjörskú verði slátrað. Það sem sveitarfélög þurfa umfram allt eru sveitarstjórnarmenn með sterka fjármálareynslu sem þora að standa í lappirnar. Þeir veljast aldrei inn í prófkjörum.
Ísfirskir sjálfstæðismenn í prófkjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta kann að vera rétt hjá þér að slátra þurfi hinni heilögu prófkjörskú.
Er einnig sammála þér í því að; "Það sem sveitarfélög þurfa umfram allt eru sveitarstjórnarmenn með sterka fjármálareynslu sem þora að standa í lappirnar."
En.... eru þeir til í öllum sveitarfélögum og ef svo er, gefa þeir kost á sér?
Eru þeir ekki uppteknir við eitthvað annað?
Viðar Friðgeirsson, 14.10.2009 kl. 14:14
Viðar,
Auðvita eru þeir margir uppteknir en það þarf að reyna á það en það verður ekki gert með prófkjörum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 14.10.2009 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.