Davíð tekur upp hanskann fyrir Framsókn

Í leiðara morgunblaðsins í dag eru gömlu vígalínur í íslenskri pólitík endurvaktar.  Framsókn stendur með sjálfstæðismönnum enda heldur Davíð varla vatnir yfir stórkostlegri för framsóknarmanna til Noregs.

Steingrímur og Jóhanna fá það óþvegið samanber:

Og til þess að plaggið yrði nægjanlega ógnvænlegt var fengin yfirlýsing í plaggið frá ráðuneyti sérstakrar vinkonu íslenska fjármálaráðherrans, þar sem því var efnislega lýst yfir að Norðmenn myndu alls ekki hjálpa Íslendingum nema Icesavemálið yrði klárað.

Þetta er greinilegt orðalag Davíðs, enginn á Íslandi kallar fjármálaráðherra Noregs "sérstaka vinkonu íslenska fjármálaráðherrans"  

Ofan á rifrildi og ákvarðanafælni stjórnmálamanna síðasta árið fáum við nú dónaskap ofan á allt saman.  Íslenskir stjórnmálamenn gera það ekki endasleppt enda þarf þjóð með svona lið í brúnni og á hliðarlínunum ekkert Icesave til að steypa sér í glötun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Og nú hefst stríðið um ísland og það sem eftir er af því og jafnvel eitthvað verra.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.10.2009 kl. 14:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband