Íslensk lágkúra og lýðskrum nær nýjum lágpunkti

Á hvaða plánetu býr þessi Höskuldur Þór.  Að bjóða Íslendingum og Norðmönnum upp á aðra eins lágkúru að halda því fram að norski forsætisráherrann gangi erinda Jóhönnu og að hún skipi honum að skrifa bréf eftir íslenskri forskrift er þvílík óvirðing við Norðmenn að hið hálfa er nóg.

Ég get ekki sé annað en þessi Höskuldur hafi hér með skotið sig í fótinn og sé búinn að fyrirgera öllum lánatilboðum sem hann þykist bera frá Noregi.  Svona tal og lýðskrum er ekki sæmandi íslenskum alþingismanni.

Honum ber umsvifalaust að biðja Jóhönnu og Stoltenberg afsökunar á þessum ummælum sínum.


mbl.is Jóhanna beitti sér gegn láninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

ég sé ekki betur en hálfur þingflokkurinn hafi skotið sig í fótinn undanfarið

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 10.10.2009 kl. 12:26

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Æi, þetta er nú bara framsóknarmaður!

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.10.2009 kl. 13:18

3 identicon

Íslensk stjórnmál hafa náð undanfarnar tvær vikur áður óþekktum hæðum þar sem súrefni er að skornum skammti.

Björn Kristinssonhi. (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 14:30

4 identicon

Nú er nóg komið, ég vil losna við þessa menn af þingi og útúr íslenskri þjóðmála umræðu.  Þeir hafa fengið meira en næg tækifæri til að leggja eitthvað til málana en hafa gjörsamlega klúðrað þeim öllum. 

Mér er sama þó ég hafi aldrei, og mun aldrei, kjósa Framsóknarflokkinn.  Sem Íslendingur vil ég þessa menn í burt.  Venjulegt Framsóknarfólk, vinsamlegast gerið eitthvað í þessu máli.

ASE (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband