8.10.2009 | 13:31
Pólitísk hrossakaup Jóns Ásgeirs
Mjög undarlegir og vafasamir gjörningar og hrossakaup virðast stunduð í bakherbergjum af pólitískum skilanefndum, bankamönnum og gömlum útrásarvíkingum. Almenningur fær engar upplýsingar en verður að geta sér til í eyðurnar út frá þeim litlu ögnum sem skilanefndir ákveða að opinbera.
Nýjustu hrossakaupin ganga út á að Jón Ásgeir fái að halda Bónus og Hagkaupum en lætur Landsbankann fá Húsasmiðjuna. Svo er sagt að Hagar muni greiða skuldabréfaflokk félagsins á gjalddaga 19. október án þess að segja hver sú upphæð sé eða hvaðan peningarnir komi. Fjármagna nýju bankarnir og skattgreiðendur þetta?
Margir hafa misst sín fyrirtæki sem mörg voru rekin vel en stóðust ekki áfallið. Hins vegar á þetta ekki við um þá sem eru skuldugastir, tóku mesta áhættuna og sóuðu mesta fénu. Þeir berjast fyrir sínu og halda vel í við pólitísku öflin í landinu.
Stjórnvöld hika ekki við að berja á lítilmagnanum í okkar landi en stórjaxlarnir ráða enn sem fyrr. Þeir virðast skipa skjálfandi skilanefndu fyrir og heimta skuldaniðurfellingu og endurfjármögnun allt í boði stjórnvalda á kostnað skattgreiðenda. Hvers konar fordæmi er þetta? Er þetta ekki spilling á háu stigi?
Hvers vegna getur enginn stjórnmálamaður sett Jóni Ásgeiri og Bakkabræðrum stólinn fyrir dyrnar og sagt hingað og ekki lengra?
Hagar semja við banka um endurfjármögnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jón Ásgeir er augljóslega ólæknandi krabbamein Íslensku þjóðarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 13:42
Eru þetta pólitísk hrossakaup?
Hvað þýðir "með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki lánanefnda bankanna"? Skyldi Jón Ásgeir skora vel í þeirri könnun?
Þýðir þetta ekki að bankarnir verða að samþykkja hann sem góðan skuldara og fallast á veð? Fari málið í gegn, er það þá ekki á ábyrgð lánanefnda, frekar en Jóns Ásgeirs? Hann er að reyna að halda sínum fyrirtækjum og á ekki að geta stjórnað lánanefndum.
Maður ætti að geta treyst því að farið sé að settum reglum og viðhafðir heilbrigðir viðskiptahættir. En í öllu því sem afhjúpað hefur verið í Hruninu er eðlilegt að maður geri það ekki. Ég mun því gera eins og þú, líta á þetta sem vafasaman gjörning þar til annað verður sannað.
Haraldur Hansson, 8.10.2009 kl. 13:54
Haraldur,
Það sem gerir þetta pólitísk eru skilanefndir og bankaráð sem eru öll pólitískt skipuð. Þar sitja ekki óháðir fagmenn með 20 ára banka og viðskiptareynslu! Starfsmenn bankanna voru flestir þar fyrir hrun og vanir að taka við skipunum frá mönnum eins og Jóni Ásgeiri.
Hvað eru heilbrigðir viðskiptahættir á Íslandi? Hvar eru dæmin? Kíktu á færslu mína um OR og Reykjavíkurborg.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 14:00
Haraldur,
Eitt í viðbót. Heldur þú að JÁ noti ekki Fréttablaðið og fjölmiðla sína sem svipu á pólitísku öflin í landinu. Fjármálaráðherra neyðist til að skrifa í Fréttablaðið.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 14:07
Landsbankinn tekur yfir Húsasmiðjuna, með 10 miljarða skuld.
Hagar afskrifa hlutafé um 43%
sem þíðir væntanlega aflúsun uppá 4.3 miljarða fyrir Baugsveldið, er ekki komið nó af þessu sukki.
Hvað var hlutaféð hátt skráð í bókhaldi HAGA?
JÁ hlær af öllu saman Samfilkingar sukkan Jóhan(n)a má fara í snögga ferð út í skjól VG-Bessastaði og biðjast lausnar áður en verra hlíst af.
bláeygður (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 14:29
Hverjar eru heildarskuldir Húsasmiðjunnar? Eru þær 10 milljarðar eins og sagt hefur verið? Eru engar aðrar skuldir annars staðar?
joi (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 15:01
ÞAð hefur lengi verið = milli Jóns Ásgeirs og Samfylkingarinnar
Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.10.2009 kl. 15:29
Það er mikið um æxli hér og þar í þessu þjóðfélagi og það virðist engin geta upprætt þau. Hvað liggur að baki ?
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 8.10.2009 kl. 15:48
Jú Andri Geir, ég er ekki í minnsta vafa um að Fréttablaðið er notað í þágu eiganda síns og þess málsstaðar sem hann styður hverju sinni. Það þarf ekki annað en að skoða forsíður blaðsins dagana fyrir atkvæðagreiðsluna um IceSave til að sjá dæmi um það.
Því miður get ég ekki komið með dæmi um heilbrigða viðskiptahætti og held mig því við að líta á þetta sem vafasaman gjörning þar til annað verður sannað.
Haraldur Hansson, 8.10.2009 kl. 15:52
Þakka góðar athugasemdir.
Það vaknar sá grunur að kannski hafi Húsasmiðjan tekið við skuldaflóði frá öðrum Hagaeiningum áður en henni var varpað í kjöltu skilanefndar og skattgreiðenda?
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 16:16
Stjórnvöld geta stöðvað þetta ef þau vildu.
Þessir gjörningar verða að koma upp á borðið, og mega ekki vera í felum.
Við eigum jú bankana !! Fyrir hverja eru pólitíkusar að vinna ?
http://birgrunar.blog.is/blog/birgrunar/
Birgir Rúnar Sæmundsson, 8.10.2009 kl. 16:31
Tær snild - hókus & pókus - frábærlega fyndinn töframaður hann JAJ, maður afhendir honum pening & hókus/pókus þeir hverfa bara...! Toxit Jón minnir mig alltaf á "bilaðann spilakassa - fólk dælir í hann pening, enn ekki kemur króna út", tær snild eigir þú kassann, annars apaspil ef þú ert sá sem dælir í kassann pening!
kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)
Jakob Þór Haraldsson, 8.10.2009 kl. 16:39
Ég þakka þennan ágæta pistil. Ég hef á tilfinningunni að stjórnvöld vanmeti ábyrgð sína og getu til þess að snúa ofan af þessu sukki.
Ég gæti sem best trúað að hættan á spillingu hafa aldrei verið eins mikil og í dag. Það þarf sérstakar aðgerðir til þess að verjast þessu liði sem veður um skilanefndir og banka í dag.
Annars er Jón Ásgeir alveg sérlega hallærislegur í myndinni Guð blessi Ísland og það er smá huggun.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.10.2009 kl. 16:43
Kostnaður skilanefndanna ku vera mikið feimnismál sem menn þar á bæ vilja alls ekki sjá á forsíðu Fréttablaðsins. Enda man ég ekki eftir neinum neikvæðum fréttum um skilanefndir í Fréttablaðinu. Athyglisvert!
Mér reiknast nú svo til að dagkaupið hjá skilanefndarmönnum sé ekki undir 3,000,000 á mánuði miðað við 20,000 kr útseldan lögfræðitíma. Ofan á þetta kemur svo yfirvinna og alls konar hlunnindi og "kostnaður". Ætli 5 manna skilanefnd kosti ekki um 25,000,000 á mánuði í launakostnað og tengd gjöld? Launakostnaður skilanefnda bankanna þriggja og Straums er því um 100,000,000 kr. á mánuði fyrir utan aðkeypta sérfræðiþjónustu og almennt skrifstofufólk. Kostnaðurinn fyrsta árið er öruggleg kominn yfir 1 ma. Á að spara hér?
Gaman væri að fá athugasemdir frá fólki um þessar getgátur.
Andri Geir Arinbjarnarson, 8.10.2009 kl. 17:06
Takk fyrir þetta, svo eiga litlu fyrirtækin að keppa áfram á þessum markaði, þar sem byggingabransinn er hruninn og búsáhaldabúðir lepja dauðann úr skel.
Hámarkið var svo í gær þegar fasteignafélagið Eik ætlar að lækka leiguna hjá Húsasmiðjunni og hver á Eik, auðvitað JÁJ.
Ég fer fram á að öll fyrirtækin í eigu Haga, Baugs etc verði látin fara á hausinn og þá fyrst verður viðskiptalífið hér eðlilegt.
Samfylking verður ekki glöð fyrr en JÁJ stendur einn upp með Íslandi í hendi sér, reyndar hægði Seðlabankinn aðeins á þeim gjörningi með því að taka af honum Glitni en JÁJ er að verða búinn að snúa öllum landsmönnum á sína skoðun, þetta var persónuleg hefnd Davíðs.
SigG (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 17:24
afhverju taka þeir ekki bónus og haga.. það er einkabanki Jóns Ásgeirs og það eina sem hefur skilað jöfnum tekjum hjá honum frá upphafi... lágvöruverslunina inn í ríkið !
Steinar (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:30
Og Karl Wernersson fær að halda Lyf og heilsu, Apótekaranum, Skipholtsapóteki, Flexor og Gleraugnabúðinni í Mjódd en við vorum látin borga skuld hans við Sjóvá.
Steini (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:45
Það er komið nóg af þessum Jóni Íslands. Nú er svo komið að ég get ekki lengur horft á þennan mann. Hann er búin að taka Íslenska þjóð í nefið. Og ég spyr, hvert er markmið þessa manns með sinni hegðun? Hverjir styðja fyrirbærið og hvers vegna? Hann malbikar yfir allt og alla og þjóðin er eins og flatbaka, á leið í ofninn. Það er mikilvægt að ná böndum yfir þennan auðróna. Strax. Ekki eftir ár, heldur núna.
Erna Margrét (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 18:53
Og af hverju gerum við ekki neitt almenningur ??, sem erum sterkast vopnið , ef við stöndum saman i hverju sem er Og það er okkar að breyta landslaginu i þjoðmálunum en ekki biða og vita hvert ekki einhver annar GERI ÞAÐ !!!
Ragnhildur H. (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:29
Af hverju i fjáranum hættum við ekki viðskiptum við þennan andsk. Jón Ásgeir ? Það mætti setja sérstaka merkingu á allar búðir, sem þessi dólgur á og hætta að versla þar !!!!!!
Vigdís Ágústsdóttir (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 20:45
Ekki gleyma Icesave þar sem Bjöggarnir og Kjartan Gunnarsson með Sjálfstæðisflokkinn í broddi fylkingar ætla að láta íslenskan almenning borga skuldir sínar. Vegna þessa gjörnings er allt í frosti hérna í landinu og sjallarnir tala eins og þetta komi þeim ekki við !
Ína (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:17
Og allir halda áfram að versla í bónus...............
BTG (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 21:30
Það var fjármálaeftirlitið með Jónas sjálfstæðismann og susara sem setti skilanefndirnar strax eftir hrunið Mig grunar að símalínur úr Valhöll og Seðlabnakanum á þeim tíma, hafi verið rauðglóandi þar sem litla þæga SUSaranum í FME var sagt hverjir ættu að sitja í skilanefndunum. Það varð jú að passa upp á að halda eignum innan og meðal FLokksmanna, enda Sjálfstæðisflokkurinn hagsmunasamtök fyrir menn sem vilja óheftan aðgang að eignum þjóðarinnar.
Valsól (IP-tala skráð) 9.10.2009 kl. 00:44
Á Samfylkingin, VG og Ólafur Ragnar Grímsson að stöðva Jón Ásgeir Jóhannesson?
Hvar hefur þú verið undanfarin ár?
Á hvaða upplýsingum heldur þú að Jón Ásgeir lumi á og geti lekið í sína fjölmiðla um ofangreinda aðila: mútur - framlög?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.10.2009 kl. 05:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.