3.10.2009 | 13:10
Klassískt íslenskt fúsk
Þessi frétt um að iðnaðarráðherra hafi ekki heyrt af 16 ma umhverfisskatti sýnir að sömu fúsk vinnubrögðin eru við líði í stjórnsýslu landsins nú og fyrir ári síðan.
Mikið var hneykslast yfir samskiptaleysi í stjórn Geirs Haarde og öllu fögru lofað af nýrri ríkisstjórn. En hefur eitthvað breyst?
Fúsk, fljótfærni og seinagangur hafa alltaf verið vandamál á Íslandi og áttu mikinn þátt í hrunin og nú lengir og dýpkar þessi ósómi kreppuna.
Ps. Hver er höfundur að þessum nýja skatti? Var þetta kynnt AGS á undan ráðherra?
Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég efast reyndar um að AGS sé hrifið af frekari skattbyrði stórfyrirtækja og einkarekins rekstrar....þetta hefur öll fingraför umhverfishyggju VG. Refsa mönnum fyrir að vera í iðnaði og að nýta auðlindir.
Skaz, 3.10.2009 kl. 14:21
Þú meinar að þessu hafi verið smyglað inn bakdyrameginn í skjóli nætur. Hvað varð um "allt upp á borði" tal Steingríms? Ef hann segir ekki einu sinni samráðherrum frá áætlunum sínum hvað möguleika á almenningur þá?
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.10.2009 kl. 15:05
Andri þú segir: "Mikið var hneykslast yfir samskiptaleysi í stjórn Geirs Haarde og öllu fögru lofað af nýrri ríkisstjórn. En hefur eitthvað breyst?"
Hvað á ríkisstjórn Geirs og núverandi ríkisstjórn sameiginlegt? Jú, Samfylkinguna - flokk iðnaðrráðherrans.
Helga (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 16:07
Helga,
Þetta er rétt athugað hjá þér. Samfylkingarráðherrar koma oft fram eins og álfur út úr hól.
Andri Geir Arinbjarnarson, 3.10.2009 kl. 16:21
Maður getur nú ekki annað en hlegið að þessu þó það sé ekki broslegt en þetta er bara svo dæmigert fyrir stjórnsýsluna og stjórnmálamenn að annað er varla hægt.
kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 5.10.2009 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.