Handrukkarastatus AGS loks að renna upp fyrir fólki

Hér er bloggfærsla mín frá 8. maí 2009 um handrukkarastatus AGS:

Ég hef lengi haldið því fram á þessu bloggi að IMF væri skipaður handrukkari hér á landi af erlendum stjórnvöldum. Nú virðist vera komin staðfesting á þessari tilgátu.

Það er athyglisvert að öll starfsemi IMF hér á landi virðist mest öll fara fram á bak við tjöldin ólíkt því sem gerist í Lettlandi, Ungverjalandi og Úkraínu, Hvers vegna? Ætli að sé ekki vegna viðkvæmra mála eins og Icesave.

Opinberlega er IMF auðvita ekki að skipta sér að tvíhliða milliríkjadeilu en ætli IMF sé ekki milligöngumaður að reyna að miðla málum.  IMF hefur jú ansi sterk tromp á sinni hendi ekki síst það að í augnablikinu er velferðakerfið hér á landi fjármagnað að miklu leyti af IMF.

 


mbl.is Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Í upphafi trúði maður að þetta væri eitthvað alvöru. Thomsen kom svo vel fyrir að maður trúði bara engu illu. Nú er annað greinilega að koma á daginn.

Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 16:57

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. alveg óskaplegt, hvernig mál eru að þróast.

------------------

Mín skoðun, er að helsta von okkar, til að endurreisa hagkerfið, sé minnkun skulda. Þá á ég við erlendar skuldir.

Þvert ofan í stefnu Samfó, þá verðum við að sleppa eins billega frá Icesave málinu, og nokkur kostur er.

Einnig, þarf að endurskoða þá grunnhugmynd, að rétt sé að byggja upp gjaldeyrisvarasjóð með lánsfé. Mér, finnst það rökfræðilega ekki ganga upp.

---------------------

VIð erum enn, í alvarlegri hættu á að ríkið fari í greiðsluþrot.

Þ.e. ekki endir alls, en þ.e. þversögn að halda því fram, að aukning skulda minnki hættuna á þeirri útkomu, eins og Samfó liðar halda fram. Þvert á móti, þá snýst útreikningur á greiðslugetu, um útreikninga á vaxtagjöldum vs. tekjustofn, bæði til nútíðar og framtíðar, þannig að aukning skulda og þ.m. vaxtagjalda, augljóslega skaðar stöðu ríkissjóðs, og þannig einnig getu hans til að standa undir öðrum skuldum.

---------------------

Hagfræðilega séð, er það slæmt að útlit er nú fyrir, að ekki verði af álversframkvæmdum á næsta ári. Skv. fjármálaráðuneyti, eykur það eitt efnahagssamdrátt í 4,7% á næsta ári. En, þá er væntanlega eftir að reikna með, samdráttaráhrifum þeirra efnahagsaðgerða er eru boðaðar af ríkisstjórninni, í fjárlagafrumvarpinu.

Þá má bæta nokkur við þessa 4,7% tölu um samdrátt. Hugsanlega, verður næsta ár, eins slæmt samdráttarár, og þetta ár.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.10.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband