Áfellisdómur fyrir íslenska lögmenn

Þessi niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON málinu er því miður mikill áfellisdómur fyrir íslenska lögmenn sem unnu þarna fyrir sína skjólstæðinga.

Hvernig í ósköpunum voru kröfur ekki nógu vel reifaðar og hvers vegna voru skjöl ekki þýdd.  Þetta hlýtur að teljast lágmarkskrafa í dómsmálum.

Gaman væri að vita hverjir voru lögmenn erlendu kröfuhafanna sem greinilega hafa ekki unnið sína heimavinnu nógu vel!

 


mbl.is Kröfuhafar vonsviknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta er ótrúlegt klúður. Stefnir í að ekki aðeins fjármálageirinn hér hafi á sér óorð, nú fer orðspor lögfræðinga og dómskerfisins líka til fjandans. Það er lágmark að menn vinni vinnuna sína.

Hér er annar af tveimur dómum sem ég rakst á á síðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Virðist sem lögmaðurinn hafi að engu haft reglur dómsins um framsetningu málsins.                         http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200905273&Domur=2&type=2&Serial=1&Words=

Ragnhildur Kolka, 30.9.2009 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband