Lög um stjórnarhætti nauðsynleg

Það eru vonbrigði að samtök atvinnulífsins skuli ekki hafa tekið íslenska stjórnarhætti til endurskoðunar og barist fyrir því að þeir verði settir hér í lög.  Leiðbeinandi stjórnarhættir sem enginn fer eftir, er ekki lausnin og margt bendir til að hrunið hér hafi orðið enn verra vegna skorts á óháðum og sjálfstæðum stjórnarmönnum sem hefðu getað veitt aðhald og hugað að hagsmunum minnihlutans.

Í ritstjórnargerein í Morgunblaðinu 6. janúar 2006 segir:

Forsvarsmenn Viðskiptaráðs, Samtaka atvinnulífsins og Kauphallarinnar hafa þannig lagt áherzlu á að atvinnulífið sjálft setji sér reglur og hafi eftirlit með sjálfu sér, frekar en að lagasetning Alþingis komi til.

Samtök atvinnulífsins verða nú að viðurkenna að íslenskt atvinnulíf getur ekki sett sér eigin reglur, því miður.  Til þess skortir okkur reynslu, kúltúr og þroska.

Athyglisvert verður að fylgjast með hvernig ný og efld samtök atvinnurekenda taka á þessu mikilvæga máli.  Verða hagsmunir hins almenna hluthafa settir í fyrirrúm eða heldur hagsmunapotið áfram?

Atvinnurekendur eiga nú tækifæri á að hreinsa til hjá sér og auka almenna tiltrú á íslenskum stjórnarháttum.  Eiga þeir frumkvæðið eða munu þeir beygja sig undir þrýsting almennings og löggjafans?  Það er spurningin?


mbl.is „Það eru allir að vinna að sama markinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband