Seðlabankinn: Hverju er verið að stýra?

Til hvers eru stýrivextir í hagkerfi eins og því íslenska? Hér er allt stopp, fasteignamarkaður, lánamarkaður og hlutabréfamarkaður að ekki sé talað um krónuna, þann mattadorpening.

Það þýðir lítið að stýra þegar vélin er í lausagangi.  Það verður að koma hlutunum fyrst í gír áður en við förum að stýra.  Á hvaða plánetu búa Seðlabankamenn á?

Lækkun nafnvaxta niður í núll var eitt helsta skilyrði fyrir endurreisn og örvun hagkerfanna í löndunum í kringum okkur.  Nú er kreppan að enda þar en ekki hér?  

Það hefur ekkert land komið sér út úr kreppu með ónýtum gjaldmiðli og háum vöxtum?

Þeir sem nú hafa verið valdir af pólitískum öflum sem Seðlabankastjóri, aðstoðar Seðlabankastjóri og aðalhagfræðingur eru allir gamlir innanbúðarmenn bankans sem biðja á altari hinna háu vaxta.

Hefði nú ekki verið skynsamlegra að fá, þó ekki væri nema, einn yfirmann í Seðlabankann með aðrar hugmyndafræði og reynslu en gamla gengið?

Ps. Þeir sem eru fastir í raunvaxtahugsun Seðlabankans ættu að íhuga hvað gæti gerst hér ef nafnvextir yrðu settir niður í núll.  Örvun atvinnulífsins gæti stutt meir við krónuna en vextirnir.  Þetta gæti hafa mjög jákvæðar afleiðingar fyrir verðbólguna og krónuna.  Eitt er víst að við munum aldrei vita fyrr en við reynum!   


mbl.is Stýrivextir áfram 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þýðir að nafnvextir verði settir niður í núll? Er það sama og stýrivextir? Hvaða áhrif hefur þetta?

Sigurður Ingi (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurður,

Það er það sama, ég hef einfaldlega notað nafnvexti en ekki vexti til að rugla ekki saman nafnvöxtum og raunvöxtum.  Það er alltaf sagt að ekki sé hægt að lækka stýrivexti af því að raunvextir séu "núll".  Þetta er eins konar vítahringur sem þarf að brjóta enda er hugtakið "stýrivextir" ekki viðeigandi í hagkerfi eins og ríkir nú á Íslandi.  

Fyrirtæki borga nafnvexti en ekki raunvexti.

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.9.2009 kl. 13:17

3 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ertu viss um að kreppan sé að enda í löndunum í kringum okkur? Það er rétt hjá þér að það eru farnar að koma tölur sem styðja þetta. En ef betur er að gáð þá er þetta loft allt saman. Ríkissjóðir heims henda miljörðum á hverjum degi inn í hagkerfin til að skapa þetta loft, og þú getur verið viss um að þetta verður  borgað til baka aftur, annað hvort með hækkandi sköttum eða útgáfu ríkisskuldabréfa. Ríkissjóðir heims eru að skuldsetja sig með þvílíkum ógnarhraða að manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds. Hlutirnir verða ekki lagaðir með sömu eða verri meðulum sem sköpuðu seinustu boblu. Atvinnuleysi eykst með gríðarhraða á evrusvæði og ennþá missir hálv miljón manna vinnuna í hverri viku á evrusvæði. Það er enn mikið af skít í kerfinu. Að mínu viti og margra annara erum við í seinustu boblu búin að taka hagvöxt næstu 10 til 30 ára fyrirfram. Ofan á þetta bætist að á hverju ári bætast milljónir manna í millistétt sem koma til með að keppa við okkur um brauðið.

Að mínu viti má ekkert koma uppá til að þessir loftkastalar hrynji. Vísbendingar gætu verið:

Seðlabankar fara að tilkynna exit strategiu.

Jólasalan brekst í usa

Bankar evrópu verr settir en áætlað var

Húsnæðismarkaður fellur á Spáni

Húsnæðisbobla í Kína?

Gæti haldið áfram. Þetta helst þó eitthvað fram á næsta ár.

Hörður Valdimarsson, 24.9.2009 kl. 13:46

4 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Afsakið það átti að vera

ennþá missir hálf milljón manna vinnuna í usa

Hörður Valdimarsson, 24.9.2009 kl. 13:47

5 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hörður,

Það er alveg rétt, að enn er óljóst hvort löndin í kringum okkur eru að komast úr kreppunni, þessu er haldið í gangi á "sterum" eins og einhver sagði og hvað gerist þegar sterarnir eru teknir af?  Enginn veit.  Hins vegar er auðveldara að halda atvinnulífi gangandi og borga af lánum þegar vextir eru lágir og gjaldmiðilinn stöðugur.

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.9.2009 kl. 15:15

6 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég er alveg sammála þessu með vextina. Hvað gjaldmiðilinn varðar er ég viss um að krónan verði slök áfram og jafnvel veikari en hún er nú. Ástæðan er fyrst of fremst sú að gríðarlegar skuldir í erlendum gjaldeyri valda því að við verðum að hafa jákvæðan viðskiftajöfnuð, þar sem við greiðum jú ekki með íslenskum krónum. Lág króna veldur því að innflutningur minnkar en útflutningur eykst. Allt tal um sterkari krónu er því hálfgert bull tal.

Hörður Valdimarsson, 24.9.2009 kl. 16:10

7 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hörður,

Ég held að stýrivextir Seðlabankans hafi voða lítil áhrif á gengið.  Til þess er Seðlabankinn rúinn trausti, verðtryggingin brenglar bit vopnsins og íslenska hagkerfið er einfaldlega of lítið.  Ef stýrivextir væru færðir niður í núll er ekki víst að krónan lækkaði til muna.

Háir stýrivexti eru hér vegna "cut and paste" ráðlegginga AGS.  Þetta er standard ráðlegging hjá þeim.

Andri Geir Arinbjarnarson, 24.9.2009 kl. 22:21

8 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég var í sjálfu sér ekki að tengja stýrivexti við gengið og er ég í raun og veru sammála þér. Ég var einungis að benda á þá staðreynd að Ísland er stórskuldugt í erlendri mynt og því verður krónan að vera veik. Hversu veik er svo spurning. Ég held að það sé bull og vitleysa að hægt sé að styrkja krónuna um 30 prósent frá núverandi gengi.

 Nú voru fyrstu fréttir að koma í gær að seðlabankinn í usa er að draga sig út af markaði. Þetta hafði að sjálfsögðu þau áhrif að dollar styrkist, sænska krónan fellur, hlutabréf falla og hrávöru gjaldmiðlar falla.

Hörður Valdimarsson, 25.9.2009 kl. 13:31

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hörður,

Þetta er rétt hjá þér en það er eitt sem gæti breytt þessu og það er ef erlendir bankar innan EB setja pólitískan þrýsting á Seðlabanka Evrópu að tryggja krónuna innan ákveðinna marka til að þeir fái borgað í alvöru gjaldmiðli. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.9.2009 kl. 13:37

10 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Ég er eitthvað að misskilja þig. Krónan hefur verið nokkuð stöðug í nokkurn tíma og spurning hvort þetta sé ekki bara jafnvægisgengi við þessi gjaldeyrishöft á markaði. Tryggð eða ótryggð verður krónan að vera veik til að skila verulega jákvæðum viðskiftahalla. Ég held að það sé ekkért ráðrúm til að styrkja krónuna að einhverju marki.

Hörður Valdimarsson, 25.9.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband