Ísland: falleg náttúra en vafasamir íbúar!

Iceland crisis "like Madoff" er fyrirsögn Sunday Times í dag og er vægast sagt vafasamur gæðastimpill fyrir Ísland. 

Ætli brennt barn forðist ekki eldinn.  Það verða ekki margir bankamenn eða fjárfestar sem lesa þetta og álikta sem svo að fýsilegt sé nú að fara með fjármagn til Íslands.  Besta að bíða og sjá hvernig þessu lyktar.

Gríðarlega mikilvægt er að reyna að ljúka þessum rannsóknarmálum sem fyrst og setja eins mikinn kraft í þetta og hægt er.  Því lengur sem þetta tekur því meiri hætta er á að landið verði að eilífu brennimerkt sem vafasamur staður fyrir fjármagn, eins konar Nígería norðursins, falleg náttúra en vafasamir íbúar!


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslenska krísan er ekki „like Madoff", hún er verri. Og ástæðan er sú að hér tóku stjórnmálamenn og embættismenn þátt í þjófnaðinum + eiginkonur, eiginmenn, ættingjar og vinir. Minnumst bara innherjaviðskiptanna hjá Guðmundi Haukssyni og hans spúsu við sölu stofnfjárbréfa í Spron. Einnig virðast margir ólæknandi af græðgi eins fram kom í gær í máli Framsóknarmannsins Magnúsar Árna Skúlasonar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 09:33

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Madoff kallinn lenti í tugthúsi og þar koma "útrásarvíkingarnir" líka til með að gista um ókomna framtíð, EF eitthvert réttlæti er til hérlendis.

Þráinn Jökull Elísson, 13.9.2009 kl. 10:03

3 Smámynd: Hörður Halldórsson

Það fer engin í  fangelsi nema lægra settir krimmar,ég er alveg handviss um það.   Þekki mitt heimafólk.

Hörður Halldórsson, 13.9.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband