7.9.2009 | 11:32
Í hvað fór andvirði af sölu Símans?
Heilbrigðisráðherra sendi eftirfarandi yfirlýsingu frá sér í september 2005:
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að verja 18 milljörðum króna til að byggja upp nýtt hátæknisjúkrahús. Heilbrigðismálaráðherra segir ákvörðunina þýða tímamót í heilbrigðisþjónustu við landsmenn alla. Tilkynnt var um ákvörðun ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í dag en söluandvirði Símans stendur undir þessari miklu fjárfestingu. Ríkisstjórnin telur mikilvægt að söluandvirði símans verði notað til að bæta þjónustuna í heilbrigðiskerfi landsmanna og því er þessi ákvörðun tekin. 18 milljörðum króna verður varið til uppbyggingar hátæknisjúkrahúss á Landsspítalalóðinni á árunum 2008 - 2012.
Í dag birtist eftirfarandi frétt á Vísi:
Meðal þeirra hugmynda sem uppi eru um aðkomu lífeyrissjóðanna að endurreisn atvinnulífsins er að stofnað verði fasteignafélag um byggingu háskólasjúkrahússins. Yrði félagið í eigu lífeyrissjóðanna og jafnvel fleiri fjárfesta. ... Það sem hangir á spýtunni er að ekki er hægt að auka við skuldir ríkissjóðs umfram það sem nú er," segir Hrafn. Þetta er leið til að komast hjá því en spurningin er hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðnum líst á þessar hugmyndir."
Hvað varð um þessar 18 ma sem fengust af sölu Símans og áttu að fara í nýtt sjúkrahús?
Miðað við opinberan hallarekstur upp á 180 ma 2009 gufaði þetta upp á rúmum fimm vikum? Hvað halda menn að hægt sé að viðhalda svona hallarekstri lengi? Og hver borgar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Athugasemdir
Bakkabræður tóku lán í banka til að kaupa Símann en lánið er í vanskilum.
Arnþór (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:17
Spyrjum líka, hvað er búið að eyða miklum peningum í undirbúning að byggingu Nýja Landsspítalans? Mig grunar að sú upphæð hlaupi á hundruðum milljóna
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 7.9.2009 kl. 13:25
Andri Geir Arinbjarnarson, þetta er góð og tímabært spurning sem þú veltir hér upp og vegna þess sem Arnþór nefnir hér að ofan, þá vaknar spurningin: Tóku mennirnir lán til að greiða símann en notuðu það aldrei til þess, eða eins og Jóhannes Laxdal Baldvinsson víkur að, liggur þannig í þessu að Ríkissjóður sé búinn að sólunda fénu, nú eða glataðist það þegar Davíð og félagar settu Seðlabankann á hausinn? Hér er greinilega mál fyrir hinn sérstaka saksóknara til að taka til skoðunar.
Ingimundur Bergmann, 7.9.2009 kl. 14:29
Ingimundur,
Þurfti ríkið að skuldajafna lánið á móti greiðslunni frá Bakkabræðrum? Skattgreiðendur enda uppi með ekkert en Bakkabræður fá Símann fyrir 0 kr.
Andri Geir Arinbjarnarson, 7.9.2009 kl. 17:13
Er það þá ekki eftir öðru, allar eigur ríkisins, sem fóru í einkavinavæðinguna, voru ekki borgaðar heldur fengu einkavinirnir allt lánað ! Veðið var svo í ,,gufa" sem ekki er til og átti aldrei að borga !
Væri ekki ágætt að einhver hefði yfirsýn yfir allar þessar gerðir og gæti sagt okkur, hversu ,,góðir" viðskiptahættir væru þarna hafðir ?
JR (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 21:34
Já, bæði Búnaðarbankinn og Landsbankinn fengu lán hvor í öðrum og ekki hefur það verið borgað. Getum við ekki krafist upplýsinga um hvaða peningar fóru í hvaða banka og hvaðan?
Og Andri, hvað með sölu hlutar Orkuveitunnnar í HS Orku til Magma? Hví kemur það til tals að Magma fái ódýrt og innlent lán fyrir kaupunum? Og hvert fer gróðinn/hagnaðurinn? EKki til íslensku þjóðarinnar eins og hann ætti að gera er það? Þetta er óviðunandi og líðum þetta ekki lengur. Hagnaður af fiski og orkulindum ætti að fara til ríkisins/þjóðarinnar og ekki til útvalinna og ekki til útlanda.
ElleE (IP-tala skráð) 8.9.2009 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.