Seinagangur og ofmat aðalvandamálið

Fátt stendur endurreisn efnahagslífsins meir fyrir þrifum hér en seinagangur í að afgreiða Icesave og ríkisfjármálin.  Heimilunum og fyrirtækjum landsins verður ekki hjálpað fyrr en þessi tvo mál eru í höfn.  Allt þarf að hafa sína röð og reglu, en þar stendur hnífurinn í kúnni.

Í vor skrifaði ég að ég ætti von á neyðarfjárlögum í fyrstu viku júní til að taka á ríkisfjármálunum eins og Írar gerðu í apríl.  En ekkert afgerandi hefur gerst, ríkisstjórnin virðist ekki geta tekið á þessum erfiða málaflokki. 

Í Icesave höfum við ofmetið okkar samningsstöðu og hengt von okkar á nokkrar blaðagreinar skrifaðar í erlendum blöðum.  Þó samningurinn sé afleitur verður að skoða það mál í víðara samhengi.

Allt hangir þetta saman: Icesave, ríkisfjármálin, verðbólga, háir vextir, lág króna, vandamál heimillanna og atvinnulífsins.  


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband