1.9.2009 | 15:02
Beðið eftir áliti AGS á Icesave?
Ætli Bretar og Hollendingar hafi ekki beðið AGS, svona bak við tjöldin, að veita þeim umsögn um fjárhagslega stöðu landsins áður en þeir ákveða hvort þeir gangi að viðaukum Alþingis.
Hlutverk AGS virðist orði þríþætt hér á landi:
1. Lánveitandi
2. Fjárhaldsaðili ríkissjóðs og Seðlabanka
3. Þjóðhagsstofnum sem miðlar óháðum hagfræðiupplýsingum
Á Íslandi er jú engin pólitísk óháð stofnun sem getur gefið sjálfstætt hagfræðiálit á stöðu landsins eftir að Þjóðhagsstofnun var lögð niður.
Svo má jú bæta við að AGS er notaður sem ákveðinn pólitískur afruglari af erlendum ríkisstjórnum sem ekki snerta á neinu íslensku fyrr en AGS hefur veitt sína blessun.
Hóflega bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Facebook
Athugasemdir
"pólitísk óháð" - þetta er nokkuð stór þversögn Andri.
Halli (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 18:54
Er ekki líka þversögn í því , að stundum viljum við erlenda aðila til að taka hér til því við treystum ekki neinum innlendum aðilum til eins né neins !
JR (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.