28.8.2009 | 06:40
Kerfið er að gefa sig
Það er æ betur að koma í ljós að Ísland hagar sér nú eins og gjaldþrota ríki.
Fyrirtækin eru flest í gjaldþroti eða biðja um nauðasamninga.
Almenningur getur ekki lengur staðið undir lánum og byrjað er að tala um að fella niður höfuðstól lána hjá þeim.
Boginn er spenntur upp í topp hjá ríkinu með Icesave samkomulaginu.
Á sama tíma reynir Seðlabankinn í örvæntingu að viðhalda gjaldmiðlinum og vernda hagi fjármagnseigenda.
Gríðarleg spenna hefur myndast milli fjármagnseigenda og skuldara. Skuldarar heimta að þeir standi jafnfætis fjármagnseigendum sem er skiljanlegt en ómögulegt að framfylgja í réttarríki með stjórnarskrá sem verndar eignarréttinn.
Margir halda að við getum fellt allar skuldir niður en samt átt allar okkar auðlindir, hús, bíla og fyrirtæki. Við segjum bara, þetta var allt í plati, glæpamenn skrifuðu undir, ekki þjóðin.
Við hrópum en hlustar einhver utan landsteinanna?
Ræddu um að hækka vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru hálfvitar í þessari nefnd. Það er ljóst núna eftir þessa fundargerð. GZ setur mikið niður. Það er hægt að blanda skynsemi við hagfræði Gylfi. Þín dvöl í þessari nefnd er ekki hægt að túlka öðruvísi en rentusókn. Þú ert að eyða þínum tíma til þess að vera til trafala fyrir aðra Gylfi.
Guðmundur Pétursson, 28.8.2009 kl. 06:59
Það er dapurlegt nú þegar þjóðir heimsins eru að rétta úr kútnum, umsvif að aukast um allan heim, hagvöxtur í Kína aftur kominn fyrir 10 %, að þá sé kreppan á Íslandi rétt að byrja.
Nú fyrst byrjar niðurskurðurinn með gerð fjárlaga í haust. Þá verður öll fitan skorin af rekstri ríkisins.
Næsta haust þá þarf að skera til blóðs hjá ríkinu.
Þetta er pakkinn sem bíður.
Nú þarf ferska vinda og nýja hugsun í atvinnulífinu og hjá ríkinu eigi okkur að takast að vinna okkur út úr þessu.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 28.8.2009 kl. 10:06
Einmitt Friðrik,
Það er ekkert farið að hugsa um hvernig næsta kynslóð á að eignast þak yfir höfuðið eða bíla. Engin lán munu fást eða vextir verða svo háir og skilyrðin svo ströng að engin ræður við þau. Því verður freistandi fyrir næstu kynslóð að flytjast til nágrannalanda okkar þar sem bæði vinnur verður að fá og tækifæri á að eignast eigið húsnæði á viðráðanlegum kjörum.
Á Íslandi mun fólk gera lítið annað en að borga skuldir, skatta, ný þjónustugjöld, mat og bensín!
Andri Geir Arinbjarnarson, 28.8.2009 kl. 10:11
Sammála Andri. Sá fyrir nokkru þátt um bæinn Cordova í Alaska en hann varð mjög illa út úr olíuskaðanum vegna strands EXXON Valdez.
Sálrænn vandi, áfall, álag og persónulegt hrun fólksins var átakanlegt. Spillingin í dómskerfinu, pólitísk átök voru svo lík því sem er að gerast á Íslandi að það var með ólíkindum. Barátta fólksins fyrir að rödd þess heyrðist var ótrúleg.
Það væri ef til vill þess virði að fá RUV til að sýna þessa mynd. Vekur mann virkilega til umhugsunar.
Björn Kristinsson (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 11:17
Sammála. Þetta er verulegt áhyggjuefni. Alþingi fer í frí og allt er lamað á meðan. Á meðan sökkvum við bara dýpra. Ef ég væri ung hikaði ég ekki við að fara af landi brott.
Við verðum að taka til okkar ráða og endurreisa samfélagið. Þeim sem hafa farið með völdin síðustu árin er ekki treystandi.
annag (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.