27.8.2009 | 14:01
Ríkissjóður rekinn á sterum
Í augnablikinu er ríkissjóður eins og þjóðfélagið allt rekið á sterum sem lina þjáningar og gefa gálgafrest á hið óumflýjanlega.
En sá tími mun koma að steragjöfin verður minnkuð og hvað þá?
Ekki er hægt að reka ríkissjóð endalaust með minni tekjum og meiri útgjöldum.
Hinn raunverulegi niðurskurður verður brátt að byrja og hinum óumflýjanlegu skattahækkunum verður ekki frestað mikið lengur.
AGS gaf okkur rúmt ár til að undirbúa okkur fyrir þennan skell. Gert var ráð fyrir að við notuðum tímann til að lækka vexti og verðbólgu, stabilisera krónuna og koma bönkunum í eðlilega starfsemi svo þeir gætu aðstoðað heimilin og atvinnulífið.
En í staðinn, æðir verðbólgan áfram, gengið sígur og sígur, vextir er fastir í tveggja stafa tölu og bankarnir eru enn í startholunum þar sem gjaldþrot og vanskil hrúgast upp í lokuðum skúffum.
Sá vetur sem brátt gengur í garð verður erfiður svo ekki sé dýpra í árina tekið. Ef Icesave var erfitt fyrir Alþingi mun fjárlagafrumvarp fyrir 2010 ekki verða auðveldara.
Minni tekjur og meiri útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll, Andri.
Ég er voðalega hræddur um að þú sért að misskilja aðkomu AGS. Ég skal éta hattinn minn ef það hefur einhvern tímann verið á dagskrá hjá ASG að svo yrði um hnúta búið að hægt væri að aðstoða skuldsett heimili og fyrirtæki. Ég hef hins vegar sterkan grun um að AGS hafi skipað svo fyrir að heimilin og fyrirtækin skyldu blóðmjólkuð. Til marks um það eru stórfurðuleg ummæli sem birtust á heimasíðu Kaupþings um að ekki mætti leiðrétta lánin vegna þess að ríkisstjórnin og ASG legðust gegn því. Því má svo bæta við að viðskiptaráðherra lýsti því yfir að ekki mætti hrófla við skuldum landsmanna því þá fengist lægra verð fyrir bankana.
Nei, eignarupptökunni skyldi haldið áfram á meðan eitthvað væri hægt að kreista út úr almenningi og viðskiptalífinu. Og hvað er betur fallið til þess en háir vextir, verðbólga og fallandi gengi? Þrátt fyrir ESB-umsókn, Icesave undanlátsemina og sölu bankanna í hendur erlendra hrægamma, hefur ekkert breyst. Samt var fullyrt að allt færi á betri veg þegar þessum vandamálum væri komið frá.
Sennilega er nú svo komið að AGS sér fram á að ekki er hægt með góðu móti að vinda meiri eignir og sparifé út úr landsmönnum, enda hefur ætlunarverkið tekist með afbrigfðum vel. Búið að blóðmjólka a.m.k. 30.000 fjölskyldur samkvæmt vanskilaskrá. En nú er lag að breyta um stratigíu. Úr þessu stór eykst hættan á að kröfur tapist í það ríkum mæli, að það vegi jafnvel upp ábatann af enn frekari blóðmjólkun. En menn deyja ekki ráðalausir. Nú allt í einu hvetja ólíklegustu menn til þess að eitthvað verði gert til að koma skuldurum til "hjálpar". Snilldarbragð til að ná restinni af þeim sem enn tóra.
M.a. með því að véla skuldara til að breyta erlendum lánum í íslensk lán með íslenskum vöxtum og eflaust verðtryggingu í ofanálag. Gefa þeim jafnvel einhverja "leiðréttingu" á höfuðstólnum. Hærri vextir og verðbólgan laga þetta á stuttum tíma þannig að lánin rýrna óverulega. Þegar þannig verður búið að útrýma myntkörfulánunum, er hægt að grípa til alls konar aðgerða. Til dæmis styrkja krónuna án þess rýra höfuðstól lánanna.
Auðvitað er þetta ekkert annað en skemmtileg samsæriskenning hjá mér, en skyldi ekki leynast einhver smá sannleikur einhvers staðar? Hver veit?
Arnmundur Kristinn Jónasson, 27.8.2009 kl. 15:44
AGS þarf að fá sín lán borguð tilbaka og besta leiðin til þess er að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað og gera heimilunum kleift að kaupa vörur og þjónustu en ekki bara borga skuldir.
Þess vegna gaf AGS Íslandi eitt ár til að koma hlutunum í sæmilegan gír áður en þumalskrúfan er sett á. Við höfum hins vegar hjakkað í sama farinu og ekki komist úr hlutlausum.
Andri Geir Arinbjarnarson, 27.8.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.