Exista og Icesave

Stjórnarformaður Exista ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í Icesave málinu.  Á aðalfundi án ársskýrslu í gær sagði Lýður:

"Ég leyfi mér meira að segja að efast stórlega um að nýr hópur lykilstjórnenda, sem ekki gjörþekkir inniviði félagsins gæti tekið við því við núverandi aðstæður og fetað þann vandratað veg sem liggur að endurreisn þess á næstu árum.  Gífurlegir hagsmunir eru í húfi.  ... endurgreiðslur Exista til íslenskra kröfuhafa, einkum banka og lífeyrissjóða [skipta] tugum miljarða króna sem ella gætu tapast að miklu eða jafnvel öllu leyti.  Þar á meðal eru fjármunir sem munu renna til gamla Landsbankans og um leið upp í Icesave-reikning þjóðarinnar" (feitletrun mín)

Hér er komið stórkostlega að orði.  Lýður gefur í skyn að Exista hafi fengið "Icesave" peninga að láni frá Landsbankans sem nú eru orðnir að "reikningi þjóðarinnar".

Verða hlutirnir nokkuð skýrari en þetta?  

Svo eru hér nokkrir gullmolar úr ræðu Lýðs sem ég leyfi mér að vekja athygli á:

"Á innlendum vettvangi hafa heyrst gagnrýnisraddir vegna rekstrarkostnaðar Exista sem ég tel að hafi alla tíð verið stillt í hóf." 

Samkvæmt ársskýrslu Exista 2007 námu launagreiðslur til stjórnarformanns 24 milljónum á mánuði miðað við gengi evrunnar í dag.

Um fjárfestingarstefnu Exista erlendis segir Lýður:

"Öllu varfærnari getur fjárfesting á erlendum vettvangi vart verið."

Fjárhagsleg staða Exista var góð en er slæm, samanber:

"Styrkur Exista til að standa af sér þetta mikla áfall er í fyrsta lagi fólginn í sterkum efnahag félagsins fyrir hrun og afar góðum rekstri dótturfélaga þess ... ,enda þótt skilyrði um fjárhagslega stöðu kunni að vera brostin."

Með öðrum orðum, viðskiptavinir dótturfélaganna eiga að borga brúsann!

Og svo kemur rúsínan í pylsuendanum:

"Jafnframt munu kröfuhafar fá veð í eignum félagsins, en það hafa þeir ekki í dag"

Hvað þýðir þessi setning?  Hafa erlendir kröfuhafar ekki veð í Símanum? Á að fara að afhenda Símann og Skipti til útlendinga?  Hér er þörf á ítarlegri útskýringum. 


mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalfundur án ársskýrslu - óborganlegt!

Eru þessi vinnubrögð siðlega og lögleg?  Hvernig er hægt að ræða starfsemi félagsins án ársskýrslu?

TH (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 08:41

2 identicon

Mjög áhugaverð greining. Lýður hefur ekki átt von á svona ítarlegri gegnumlýsingu á því sem hann sagði.

Mikil er krísa og vanlíðan þessara s.k. auðmanna.

Og við Íslendingar héldum að við ættum fjölda "auðmanna" en rauneign þessarra manna hefur á hverjum tíma örugglega verið í mínus meir og minna m.v. það sem er að koma fram núna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband