Exista: 800,000,000 kr. í arð til fyrri eigenda?

Krafa Exista um 800,000,000 í rekstrarkostnað er þvílík firra en engu tali tekur.  Þetta er ekkert nema enn ein Barbabrellan til að koma peningum yfir í hendur fyrri eigenda. 

Á meðan lánadrottnar og kröfuhafar taka á sig skellinn fara fyrri eignendur sem bera ábyrgð á gjaldþrota stöðu fyrirtækisins fram á hundruð milljóna í "fyrirfram greiddan arð".  Þessi rekstrarkostnaðarkrafa er ekkert annað en dulbúin arðgreiðsla.

Exita hefur rústað eign hluthafa og þeir sem þar sitja í stjórn er ekki boðlegt koma fram með svona kröfur.  Dótturfélög Exista eru sjálfstæðar einingar sem spjara sig betur ef móðurfélaginu er lokað. 

Skilanefnd á að loka Exista nú þegar og spara 800,000,000 kr. sem eiga að fara í að hjálpa húsnæðislántakendum en ekki halda bakkabræðrum uppi í vellystingum.

Það verður athyglisvert að sjá nöfn þeirra sem telja það boðlegt að þyggja sæti í stjórn Exista?

PS.  Ætli það sé eitthvað samband á milli rekstrarkostnaðar Exista og kostnaðar skilanefndanna?


mbl.is Exista birtir ekki reikning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi aðalfundur er einkennilegur að ekki sé meira sagt. Hvernig má boða til aðalfundar ef ekki eru lagðir fram ársreikningar? Eru þeir einkamál þeirra sem komust yfir félagið á umdeildan hátt? Af hverju var aðeins 2% greitt inn í félagið af milljörðunum 50? Hvað er verið að fela?

Ræða stjórnarformanns er varnarræða hans í erfiðleikum. Hann er hneykslaður yfir þeirri gagnrýni sem fram hefur komið, m.a. vegna þess að Exista tók sannanlega stöðu gegn krónunni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 26.8.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband