20.8.2009 | 14:43
Ráðstöfnunartekjur lækka um nær 30% hjá lægstlaunuðum
Þeir sem eru með tekjur undir 200,000 kr. og yfir 1,000,000 kr. eru í sama báti á Íslandi hvað varðar tekjuhrun. Þeirra ráðstöfunartekjur hafa lækka mun meir en hjá öðrum og vel yfir 25%. Aðrir hópar sleppa betur, sumir með aðeins um 11% skerðingu.
Það hlýtur að vera áhyggjuefni hjá vinstri stjórn að þeir lægstlaunuð taka mesta skerðingu á sig af þeim launþegum sem hafa undir 1,000,000 kr. á mánuði.
Svo er athyglisvert að í þessum tölum kemur fram að einstaklingum á staðgreiðsluskrá hefur fækkað um 22,000 á einu ári sem eru mun fleiri en skráðir atvinnulausir sem er um 16,000. Er þetta fólk farið úr landi?
Ráðstöfunartekjur minnka um 14,7% milli ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.