Loksins verkfræðingur til Landsvirkjunar

Loksins var ráðinn verkfræðingur í forstjórastöðu Landsvirkjunar og þar með fylgir Landsvirkjun flestum öðrum orkuframleiðslufyrirtækjum í Evrópu. 

Ekki þekki ég Hörð en á pappírnum lítur hann vel út og virðist hæfur.  

Þessi skipun mun styrkja Landsvirkjun á krítískum tímapunkti og róa marga erlenda fagfjárfesta.  Ekki kæmi mér á óvart að sumir þeirra hafi beitt þrýstingi á stjórnvöld að ráða ekki gamlan pólitíkus í stöðuna. (Ætli einhver pólitískur gæðingur sitji ekki með sárt ennið núna?)

Næsta skref er að taka til í stjórn Landsvirkjunar og ráða þar inn nokkra erlenda fagaðila sbr. bloggfærslu mína frá 09.05.09

Hvað sem verður um Landsvirkjun í framtíðinni ættu stjórnvöld að skipa tvo erlenda stjórnarmenn í stjórn fyrirtækisins strax.  Einn þarf að vera með reynslu og góð bankasambönd í fjármögnun raforkufyrirtækja og hinn með reynslu í einkavæðingu. (T.d. stjórnendur með reynslu frá Vattenfall eða Scottish Power). 

Erlendir stjórnarmenn eru nauðsynlegir til að auka traust og trúverðugleika á fyrirtækinu erlendis.  Það sem útlendingar hafa áhyggjur af eru íslenskir hagsmunaárekstrar, pólitík og smæð landsins.  Þeir skilja ekki hvernig stjórn eingöngu skipuð Íslendingum geti verið óháð og sjálfstæð, sérstaklega þar sem hún er skipuð af ráðherra í ógagnsæu ferli.

 


mbl.is Draumastarf fyrir minn bakgrunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband