7.8.2009 | 12:49
"Realpolitik"
Steingrímur á heiður skilið fyrir að styðja ESB og reyna að koma þessu hörmulega Icesave í höfn.
Hann glímir við raunveruleikann eins og hann er en ekki eins og fólk upp í sófa eða fyrir framan tölvuna sína vill eða heldur að hann sé.
Björgunaraðgerðum verður ekki stjórnað af hugsjón einni saman. Hér þarf að koma til" realpolitik" sem Steingrímur hefur þurft að grípa til.
Því miður hefur hann ekki verið eins góður í að útskýra fyrir almenningi hvers vegna það er nauðsynlegt að láta praktísk sjónarmið ráða og víkja vinsælum þjóðernishugsjónum til hliðar í bili.
Vill ekki stríð við aðrar þjóðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr!
Það verða ekki lýðskrumararnir sem koma okkur út þessum vandræðum, heldur gamaldags "Realpolitik"!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.8.2009 kl. 13:06
Gat nú verið að hinn fáfróði og röklausi Guðbjörn styddi þennan mikla miskilning þinn og leiðarvillu Andri.
Almennur borgari (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 13:40
Betra er að vera fáfróður en huglaus.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.8.2009 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.