SFO er ekki feitur heimilisköttur

SFO er ein virtasta stofnun í heimi hvað varðar rannsóknir á fjármálasvikum.  Reynsla þeirra og þekking er einstök og þeirra sambönd og tengsl út um allan heim er það sem þarf til að rekja hugsanlegar vafasamar færslur. 

Íslenskir útrásarvíkingar sem eru ekki með allt sitt á hreinu eiga að óttast SFO.  FME og íslenskur saksóknari er sem feitur heimilisköttur í samanburði.  Það sem skiptir máli er að erlendar bankastofnanir fylgjast grannt með störfum SFO og ef þeir eru á höttunum eftir ákveðum einstaklingum risikera bankar ekki að fá þá stofnun á móti sér.  Engin íslensk pólitísk regnhlíf þar.

Það verður mjög erfitt fyrir þá Íslendinga sem eru undir smásjá SFO að leynast.  Eitt er víst, þeir geta ekki búsett sig í London!


mbl.is Bresk bankarannsókn eðlileg og nauðsynleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra þetta. SFO hreinsar London af óþjóðalýð.

Sigurður Einarsson þarf þá að huga að búferlaflutningum! Á hann ekki góðvini í Quatar?

Nú þarf að leka lánabók Landsbankans svo Björgólfur Thor fái ástæðu til að safna pappakössum og pakka niður og koma sér frá London.

Er ekki Ólafur Óafsson líka í London?

Var það nokkuð óttinn við SFO sem réð því að hinn Kaupþingsforstjórinn settist að í Luxemborg en ekki London?

Helga (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 22:01

2 Smámynd: Kama Sutra

Verst að við erum að fá Bjarna Ármannsson heim aftur frá Noregi.

Það þyrfti að taka vegabréfin af þesssum dólgum.  Ekki til að halda þeim hér á landi - heldur til að varna þeim inngöngu hingað inn aftur frá útlöndum...

Kama Sutra, 6.8.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Gott mál. Ég trúi ekki öðru en að sérstakur saksóknari taki upp samstarf við SFO.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.8.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband