Bankastjóra ber að segja af sér

Bankastjóri sem fer fram á lögbann og síðan fellur frá því nokkrum dögum síðar, annað hvort sýnir dómgreindarskort eða nýtur ekki trausts sinna eigenda.  Hvernig getur svona maður notið traust sinna viðskiptavina?  Hvernig eiga menn að vita hvort tekið sé á þeirra málum rétt og faglega ef þeir þurfa að óttast að ákvarðanir bankans veðri snúið við eftir nokkra daga?

Þetta er enn eitt dæmið sem sýnir þann glundroða, stjórnleysi, vanhæfni og þekkingarleysi á Íslandi í dag.  Enn eitt klúðrið þar sem enginn ber persónulega ábyrgð.  

Að gleyma að setja í stöðumæli er mun alvarlegra brot á Íslandi en vítavert gáleysi í starfi.  Hversu lengi geta svona vinnubrögð viðgengist?  Heldur fólk virkilega að þetta sé besta leiðin til að koma okkur úr þessum vanda.  

Þegar skilanefndir voru skipaðar skrifaði ég strax í október um þau mistök að skipa ekki faglega og óháða erlenda aðila í þessar nefndir.  Í staðinn var skipað eftir pólitísku litrófi sem hefur haft afleiðingar sem fáir gera sér grein fyrir því þeim er haldið kyrfilega leyndum.  Hins vegar þarf ekki annað en að líta til Icesave samnings Svavars til að gera sér örlitla grein fyrir því hvað gæti verið í gangi hjá þessum pólitísku skilanefndum.  


mbl.is Falla frá lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Finnur gerir einhver mestu mistök sem sést hafa í íslensku atvinnulífi á síðustu árum ef ekki áratugum. Fer fram með ofbeldi gagnvart málfrelsi, fjölmiðlum og almenningi í landinu í þeim tilgangi að hylma yfir þá glæpi sem framdir voru af eigendum og stjórnendum Kaupþings.

Slíkir menn eiga ekki að vera forstjórar í fyrirtæki sem er í eigu almennings. Hvað þá banka sem er í eigu almennings.

Fyrningin og veruleikaskyn þessa fólks sem starfaði og starfar enn í þessum bönkum virðist algjör.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 09:38

2 identicon

Finnur sýndi dómgreindarbrest strax í byrjun með því að fara fram á lögbannið.  Það má eflaust draga þá ályktun að ákvörðunin hafi verið studd af fleira fólki innan Kaupþings og það sýnir að dómgreindarbresturinn er allútbreiddur innan bankans.  Að þetta fólk sé að stýra ríkisbanka er absúrd.  Nú heyrist sagt að fólk ætli í dag að rifta samskiptum sínum við Kaupþing.....Ehhhh og ætli að fara hvert ????  Dettur einhverjum í hug að hlutirnir séu í skárra standi í Landsbankanum ?   þetta allt sýnir bara að fólk er endalega að fara á límingunum, það hefur enginn glóru um hvar á að stíga niður næst því við viðumt ganga um á jarðsprengjusvæði.   Hvernig væri nú að viðurkenna þetta bara og stytta dauðastríðið.   Þetta er hvort sem er allt að koma í ljós og til einskis að berjast svona endalaust til að fela viðbjóðslegan málstað.    

Anna (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:03

3 identicon

Ég vona nú að menn fari að átta sig á þeirri einföldu staðreynd að þessir stjórnendur og Finnur þar með talinn eru strengjabrúður veruleikafirrtra auðamanna. 

Páll Vilhjálmsson nefndi töluna, 30 útrásarauðmenn í því sambandi í morgun. Ég tel fullvíst að það skýri að hluta þetta þetta stjórnleysi / ofsa sem beiðnin um lögbannið bar keim af.  Þessir gerendur hrunsins kunna sér engin mörk.

Eru bankamenn ekki einmitt "scapegoats" í þessari umræðu ?  Þeir taka á sig skömmina fyrir húsbændur sína.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 10:10

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Menn eiga ekki að sætta sig við "strengjabrúðu" stjórnendur.  Það er lágmarkskrafa að í æðstu yfirmannastöður veljist hæft fólk, sem hefur sjálfstæða og skynsama hugsun.  Ef því er misboðið af æðri valdhöfum eiga þeir fyrr að segja af sér en að láta teyma sig á asnaeyrunum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.8.2009 kl. 15:50

5 identicon

Er ekki búið að reka bankastjórann Finn, nú í lok dagsins ?

Almenningur allavega sættir sig ekki við hann; en það er spurning með "húsbændur" hans  sem að toga í spottana.

Þetta Kaupþings-mál er af sama kalíber og Icesave fjárdrátturinn. 

Raka saman peningum af sjúkrastofnunum og fleiri minni máttar og neita svo að greiða.

Finnur og félagar eru í topp-klassanum í augum húsbónda sinna - auðrónanna. Því situr hann áfram í stöðu sinni.

Það er gott að myndin er farin að skýrast og við sjáum gerendurna grímulausa.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband