Há laun engin trygging

Há laun á Íslandi hafa ekki tryggt að til æðstu stjórnar hlutafélaga á opnum markaði hafi valist fólk sem hefur haft hagsmuni hins almenna hluthafa að leiðarljósi.

Eftir því sem meiri upplýsingar birtast um stjórnarhætti og athafnir íslenskar hlutafélaga verður varla komist að annarri niðurstöðu en að stjórnir þessara fyrirtækja hafi sýnt vítavert gáleysi í sínum störfum.

Í flestum löndum er hægt að draga stjórnarmenn til ábyrgðar hafi þeir sýnt vítavert gáleysi í skyldum sínum að standa vörð um hagsmuni allra hluthafa.

10 mánuðum eftir hrun hefur lítið gerst til að bæta réttarstöðu hins almenna hluthafa.  Þeir virðast sem fyrr berskjaldaðir fyrir yfirgangi meirihlutans sem getur farið með fjármuni hlutafélaga að vild.

Í núverandi stöðu sýndi almenningur vítavert gáleysi ef hann setti krónu í íslensk hlutafélög án verulegra réttarbóta.  Þetta á einnig við um fjármuni almennings sem er geymdur í þeirra lífeyrissjóðum.   


mbl.is 270 bankamenn með yfir milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Há laun eru til að kaupa samvisku þeirra sem þau þiggja. Enda hefur komið í ljós að þau hafa ekki tryggt annað en glæfralega umsýslan með fé almennings og stórkallalegar fjárfestingar sem reyndust brölt til bölvunar en ekki góðs.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband