31.7.2009 | 07:11
Pólitískir amatörar eina ferðina enn?
Það er rétt hjá Ágústi Hafberg að ný skýrsla um arðsemi orkusölu er mjög villandi og erfitt að átta sig á henni. Það er t.d. ómögulegt að fylgja forsendum á útreikningi ROIC arðsemi og það rýrir skýrsluna mjög mikið að hvergi er gert grein fyrir "average cost of capital" í hinum mismunandi viðmiðunarlöndum.
Þetta er álíka og að komast að þeirri niðurstöðu að bílar keyri of hratt án þess að hafa viðmiðun um hver hámarkshraðinn er.
Því miður bendir margt til að hér hafi stjórnvöld eina ferðina enn sett pólitískan amatörisma fram yfir fagleg vinnubrögð.Segir upplýsingar um arðsemi villandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðjón,
Það er rétt að vatnsaflsvirkjanir hafa oft lágt ROIC en það þarf að vera fyrir ofan "average cost of capital" annars borgar virkjunin sig aldrei upp.
Dæmi.
Meðalfjármagnskostnaður 3%
Virkjun 1: ROIC 2.9% - léleg fjárfesting
Virkjun 2: ROIC 3.1% - góð fjárfesting
Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 07:31
Þessi skýrsla er bæði höfundum og kaupendum til skammar. VG á að borga fyrir skýrsluna en ekki skattgreiðendur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 31.7.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.