Frestun á láni IMF álitshnekkir fyrir Ísland

Frestun á láni IMF er mikill álitshnekkir fyrir íslensk stjórnvöld.  Það mun vera einstakt að OECD meðlimsland gefi út yfirlýsingu um að öll skilyrði IMF hafi verið uppfyllt en þrátt fyrir það fái frestun hjá stjórn sjóðsins á elleftu stundu. 

Icesave er orðið einn stærsti pólitíski prófsteinn sem þessi kynslóð stjórnmálamanna hefur þurft að glíma við og teygir anga sína frá Brussel til Washington.   Í húfi er hvort Íslendingar hafi pólitískan vilja og getu til að ráða sínum málum á faglegan og viðurkenndan hátt.

Greinilegt er að efasemdir hafa vaknað viða erlendis um stöðu landsins, ekki aðeins efnahagslega stöðu heldur einning pólitíska og stjórnsýslulega stöðu landsins.  Erum við í stakk búin til að leysa okkar vandamál, tímanlega og faglega?

Því lengur sem Icesave dregst því hraðar munu þessar efasemdir breiðast út og festast í hugum fólks.  Efnahagsleg ímynd landsins hefur beðið gífurlegan hnekk eftir hrunið, spurningin er hvort pólitísk ímynd landsins sé á sömu leið?

Við erum að falla á tíma.  IMF hefur gefið okkur tæpan mánuð til að klára Icesave.  

 


mbl.is Vonast eftir láni í lok ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hinað til hefur engum tekist að lifa á lánum eða áliti eins og sumir halda

Sigurður Þórðarson, 31.7.2009 kl. 07:01

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hið kapítalíska kerfi sem Ísland hefur hingað til vilja tilheyra byggist á lánastarfsemi og áliti.  Lán og álit hafa fylgt manninum frá aldaöðli.  Að halda að við getum byggt upp 21. aldar þjóðfélag í án lána og álits er dæmi um ódýra útúrsnúninga og hártoganir.

Andri Geir Arinbjarnarson, 31.7.2009 kl. 07:25

3 identicon

Enn hefur engin útskýrt það á "faglegan og viðurkenndan" máta hvers vegna við þurfum gjaldeyrisvarasjóð upp á 700 milljarða til að byrja með.

Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að við eigum ekki bara að borga vexti af þessu láni (hærri en innlánsvextina sem þeir bera) heldur eigum við líka að axla skuld upp á 300-1000 milljarða á vöxtum sem vandséð er að við ráðum við til þess að fá lánið!

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 07:26

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Er þetta Icesave mál að afhjúpa stjórnsýsluna, bankana og skilanefndirnar, þetta fólk ræður ekki við verkefni eins og þetta?

Þeir erlendu sérfræðingar sem hingað hafa verið fengnir til starfa eru æfir yfir hvað allt gengur hægt hjá þessu fólki.

Það var hrópað hér á torgum í vetur "vanhæf ríkisstjórn". Var ekki máli að það átti líka að hrópa "vanhæf stjórnsýsla"?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 13:36

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er sammála þér Hans, það hefur enginn útskýrt þetta fyrir okkur. Menn hrópa bara á nýtt lánsfé inn í landið.

Síðast í morgun, í útvarpinu, var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann var grautfúll að lánið fram AGS skuli ekki verða afgreitt á mánudaginn því þörf sé á því til styrkingar atvinnulífsins og atvinnuuppbyggingar.

Á þetta fé ekki nýtast eingöngu sem gjaldeyrisvarasjóður?

Ef þetta lán verður tekið þá verður búið að eiða því öllu fyrir sauðburð í vor og þá fyrst fer að kreppa her að því þá verður líka lokað fyrir frekari lán frá AGS.

Þá fyrst kemur hér alvöru kreppa.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband