Almenn skynsemi á að ráða

Að halda því fram að Björgólfur Thor sé ekki tengdur Landsbankanum og þeim sem þar tóku ákvarðanir sýnir mikinn dómgreindarskort af stjórn gamla Landsbankans.  Í raun sýnir það að stjórn Landsbankans var ekki óháð og sjálfstæð.  Hvaða einstaklingur í stjórn bankans gætti hagsmuna almennra hluthafa?

Þegar faðir og sonur fara með meirihluta atkvæða, ráða alla stjórnarmenn sjálfir og taka allar helstu ákvarðanir er í hæsta máta kjánalegt að halda því fram að sonurinn sé óháður föðurnum af því að hann á minna en 20% hlut.

Fyrrverandi stjórn Landsbankans dæmir sig sjálf með svona yfirlýsingum og sýnir og sannar að engin uppbygging á íslenskum hlutabréfamarkaði getur átt sér stað nema að skýr og ýtarleg lög séu sett um stjórnarhætti.  Þar verður að tryggja að meirihluti stjórnarmanna séu óháðir helstu hluthöfum (10%) og meirihluta "klíkum" og leppum hluthafa.  Í raun eiga þessi lög að ganga út á að allir innlendir hluthafar séu tengdir nema sýnt sé fram á annað og það staðfest að erlendum aðilum.

Þegar kemur að tengslum er Íslendingar alls ófærir að dæma hvað teljast tengsl og hvað ekki. 

 


mbl.is Litu ekki á Björgólf Thor sem tengdan aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þarna í Olíusamráðinu um árið þá birtist í blöðum tölvupóstur frá einum forstjóranum þar sem hann hafði m.a. skrifaði "fólk er fífl".

Þessir Landsbankamenn hafa greinilega komist að sömu niðurstöðu. Í framhaldi hafa þeir talið í lagi að senda frá sér ofangreinda skýringu.

Annaðhvort það eða þeir eru hreinlega að hæðast að almenningi eins og fyrirtækjaeigandinn sem breytti nafninu á félaginu sínu í "Fórnarlambið hf" skömmu fyrir gjaldþrot.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 31.7.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband