27.7.2009 | 07:03
Var stjórn Landsbankans mútað?
Hvað vissi stjórn Landsbankans um útlánastarfsemi bankans? Voru þeir einstaklingar sem sátu í stjórn Landsbankans til skrauts eða voru þetta fagmenn sem stýrðu bankanum af reynslu og innan lagaramma FME? Hverjir höfðu aðgang að lánabók Landabankans? Var fólki sem vissi hvað var að gerast mútað til að þegja? Ef útlán Landsbankans standast ekki lög hvaða ábyrgð bera fyrrverandi stjórnarmenn sem sátu vaktina þegar ólögleg starfsemi fór fram? Hvers vegna hefur þessi rannsókn tafist um 6 mánuði?
Hvaða gerðu starfsmenn og endurskoðendur bankans til að koma réttum og tímanlegum upplýsingum til stjórnar bankans. Sérstaklega, hvert var samband innri endurskoðunar, endurskoðanda bankans og formanns endurskoðunarnefndar stjórnar bankans (ef sú nefnd var þá til!)? Hvaða stjórnarmenn Landsbankans voru löggiltir endurskoðendur eða lögfræðingar?
Ef um lögbrot er að ræða verður athyglisvert að fylgjast með hvernig verður tekið á þessari elítu sem stýrði og stjórnaði Landsbankanum. Munu hin gífurlega sterku pólitísku tengsl sem þessir aðilar hafa ekki vega þyngra en hinn íslenski lagabókstafur og hvernig getur Hæstiréttur tekið á þessu? Þar sitja menn sem voru skipaðir af sama manni sem svo dyggilega studdi Landsbankamenn? Þetta eru tengsl af þeirri tegund sem ekki má ræða á Íslandi.
Látum hinn mikla kattarþvott byrja!
Skoða lánveitingar Landsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hin sterku pólítísku tengsl sem þú minnist á munu án efa ráða því að ekkert mun gerast. Ég hef í það minnsta enga trú á að réttlætið nái fram að ganga.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 27.7.2009 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.