24.7.2009 | 18:09
"Forkastanlegt að lána ekki út á vinskap"
Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra finnst forkastanlegt að við skulum ekki getað fengið lán erlendis út á vinskap eða eins og hann segir:
Jafnvel vinir okkar virðast ekki vera reiðubúnir að lána okkur nema við göngum frá okkar málum og við verðum bara að spila úr því en ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta ekkert sérstakt vinarbragð."
Þetta viðhorf endurspeglar allt sem er svo kjánalegt og spillt í okkar samfélagi. Vinskapur og klíkuskapur skiptir öllu máli, ekki hvort erum við borgunarmenn eða högum okkur eins og siðmenntuð þjóð. Nei, á Íslandi á maður alltaf að geta slegið lán út á vinskap. Þannig var það, er og verður. Engu máli skiptir að þessi viðhorf hafa steypt okkur í hyldýpi skulda og vandræða, nei, þetta er það lögmál sem er algjör heilög kýr á Íslandi.
Er furða að útlendingar hrista hausinn og enginn þjóð, ekki einu sinn Norðmenn, standa með okkur gegn Hollendingur og Bretum. Icesave sýnir á betri hátt en flest hversu langt frá okkar nágrönnum við erum þegar kemur að almennum umgengnisreglum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:11 | Facebook
Athugasemdir
Þegar vinur eru hættir að aðstoða þá er fokið í flst skjól. Og skjólunum fækkar óðum.
Arinbjörn Kúld, 24.7.2009 kl. 23:41
Málið er að á Íslandi hafa bankar alltaf flokkast sem vinir en ekki fyrirtæki sem þurfa að vera rekin sem business.
Ímyndaður þér að þú hafir lánað vini þínum 1m kr og svo aftur 1m en allt í einu segir þessi vinur þinn að hann geti ekki borgað þér til baka, allt farið í vitleysu. Hvað gerir þú þá? Svo hringir hann næsta dag og biður um 2m kr. Þú segir nei og hann fer í fýlu. Taumlaus, ofurdekraður krakki sem ekki hefur neinn skilning á peningum hugsar þú. Hvað gerir maður við svona vandræðagemling. Jú lætur hann fá enn eitt lánið en nú á kjörum sem hann er ekki vanur. Hann froðufellir í enn einu frekjukastinu.
Andri Geir Arinbjarnarson, 25.7.2009 kl. 06:27
Mikið rétt, mikið rétt. Þú lýsir þessu afar vel. En það er farið að svíða undan og kannski höfum við gott af því.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 25.7.2009 kl. 14:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.