Ríkið gat ekki eignast bankana

Það má túlka þessa frétt um bankasamkomulagið á marga vegu.  Hið rétta er að ríkið hreinlega hafði ekki fjármuni til að kaupa bankana af hinum raunverulegum eigendum, erlendum kröfuhöfum. 

Þeir munu nú eignast hlutaféð í bönkunum og þar með veð í íslensku atvinnulífi eins og það leggur sig.  Ofan á það fá þeir góða summu eða 271 ma frá íslenskum skattgreiðendum til að reka bankana.

Framtíðarhagnaður af þessum peningum rennur til kröfuhafa ekki skattgreiðenda.

Með þessu samkomulagi ásamt Icesave munu íslenskir skattgreiðendur borga "vexti og afborganir"  þrisvar til erlendar aðila:

  1. greiðslur af lánum til bankanna og svo í formi
  2. hærri skatta og niðurskurðar á þjónustu og að lokum
  3. arðgreiðslur til eigenda bankanna

 


mbl.is 271 milljarður í bankana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta er ekki spurning um að hafa efni áheldur hafa þor til að taka það eignarnámi sem af okkur jafði verið stolið.

Héðinn Björnsson, 20.7.2009 kl. 11:38

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Andri, ég legg sama skilning í þessa niðurstöðu.  Er þetta forsvaranlegt? 

Það þarf ekki að undra jákvæða umfjöllun erlendis.  Þetta er gjöf.

Magnús Sigurðsson, 20.7.2009 kl. 11:39

3 identicon

Klassi - og allt í boði "snillinganna".  En nú er þetta að baki...

...en vandamálið sem við stöndum frammi fyrir í dag er það að "óreiðumennirnir" sem komu okkur í þessa hít eru allir sem einn enn að störfum.

Kveikir það einhverjum bjöllum ?

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 12:38

4 Smámynd: Kama Sutra

Mig skiptir það engu hvort þetta fé renni til erlendra kröfuhafa eða til íslenskra glæpamanna eins og það gerði fyrir hrunið...

Kama Sutra, 20.7.2009 kl. 13:15

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Hvaða aðrar lausnir býður þú uppá, væni minn?  (svona spurningar voru algengar í vetur.  Þá voru mótmælendur krafðir um lausnir á vandamálum þjóðarinnar.  Þú gagnrýnir-komdu með lausnir!

Auðun Gíslason, 20.7.2009 kl. 14:41

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðunn,

Það eru fáar aðrar lausnir, "betlarar hafa ekkert val". Hins vegar hefði verið hægt að vinna þetta mun hraðar og strax með erlendum kröfuhöfum.  Mikill tími og fjármunir hafa tapast vegna seinagangs og vanhæfni.  En eins og staðan er í dag verðum við að standa og sitja eins og IMF, ESB og erlendir kröfuhafar vilja.

Okkar sjálfstæði er frekar takmarkað þegar kemur að efnahags ákvörðunum og möguleikum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.7.2009 kl. 16:20

7 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okei, við erum sem sagt komin erlenda eigu. Innganga eða innlimun okkar í ESB er bara punkturinn yfir iið!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.7.2009 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband