18.7.2009 | 06:50
Kemur ekki á óvart
Nú er komið í ljós sem marga grunaði. Íslenskar eignir gömlu bankanna voru þvílíkt rusl að þrátt fyrir að ríkið tæki allar innlendar eignir og starfsemi yfir í krafti neyðarlaga duga þær ekki fyrir innlánum.
Það er því engin furða að bankarnir skulu vera að handstýra vöxtum, sérstaklega á innlánum langt niður fyrir verðbólgu og stýrivexti. Spurningin er hvað þýðingu hafa stýrivextir Seðlabankans þegar allt bankakerfið er í ríkiseign og algjör einokun ríkir í innlánum og útlánum.
Auðvita verða sparifjáreigendur látnir borga. Hækkaður fjármagnstekjuskattur eru bara smámunir miðað við hina negatífu raunvexti sem ríksisstjórnin býður upp á.
Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.