Kemur ekki á óvart

Nú er komið í ljós sem marga grunaði.  Íslenskar eignir gömlu bankanna voru þvílíkt rusl að þrátt fyrir að ríkið tæki allar innlendar eignir og starfsemi yfir í krafti neyðarlaga duga þær ekki fyrir innlánum. 

Það er því engin furða að bankarnir skulu vera að handstýra vöxtum, sérstaklega á innlánum langt niður fyrir verðbólgu og stýrivexti.  Spurningin er hvað þýðingu hafa stýrivextir Seðlabankans þegar allt bankakerfið er í ríkiseign og algjör einokun ríkir í innlánum og útlánum.

Auðvita verða sparifjáreigendur látnir borga.  Hækkaður fjármagnstekjuskattur eru bara smámunir miðað við hina negatífu raunvexti sem ríksisstjórnin býður upp á.


mbl.is Gamla Kaupþing skuldaði Nýja Kaupþingi fjármuni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband