Brennt barn forðast eldinn

Hvernig ætla Íslendingar að endurheimta traust á sjálfum sér?  Hvernig aðgreina menn hinn heiðarlega Íslending frá hinum sviksama?  Það er ekki auðvelt.  Hvað gera menn þá.  Jú, þeir hafa vaðið fyrir neðan sig og stimpla alla Íslendinga varasama og heimta ríkisábyrgðir og veð í auðlindum landsins á mót hverri evru sem þeir lána.

Þetta mun skapa gífurlegan þrýsting á lífeyrissjóðina að veita sínu fé til alls konar atvinnuuppbyggingar, sérstaklega í þau verkefni sem skapa mikla atvinnu. Hvernig ætla lífeyrissjóðirnir að aðgreina góðar tillögur frá sviksömum?  Verður hæfni og kunnátta látin ráða eða yfirgengileg frekja og pólitísk sambönd? 


mbl.is Sýndu Samson mikið traust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt og satt að brennt barn forðast eldinn, en það er ekki þar með sagt að fávitar geri það. Mér sýnist þeir sem stjórnuðu lífeyrissjóðunum ekki verðskulda að vera líkt við börn, heldur það síðarnefnda. Þeir væru vísir til að gera sömu mistökin aftur og aftur.

Lífeyrissjóðirnir eru hluti af launakjörum launþega í landinu. Tíund af launum rennur í sameiginlega sjóði. Hugmyndin var góð. Það er búið að rústa henni með sukki og svínaríi síðustu ára. Það kemur upp sú krafa að fólk hafi val um hvort það borgi yfir höfuð í lífeyrissjóði á næstu árum. Fólk treystir ekki vanvitum á borð við Víglund Þorsteinsson og co. Það hefur nóg annað við sína peninga að gera á næstunni en að láta björgólf thor og co. leika sér með þá svo þeir geti siglt um höfin blá á lúxus skútum og lifað í bruðli, lúxus og óhófi.

joi (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 08:05

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Vangaveltur þínar með traustið er einmitt málið. Við getum varla endurnýjað traustið hvort sem er innanlands eða utan nema skipta alveg út í efstu lögum stjórnkerfisins og innan viðskiptalífsins. Eða hvað?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 10.7.2009 kl. 12:11

3 Smámynd: Einar Guðjónsson

Átti fyrirsögnin ekki að vera : Brennt barn forðast Ekki eldin því lífeyrissjóðirnir eru áfram að lána  út á loft..

Einar Guðjónsson, 10.7.2009 kl. 15:45

4 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Þeir eru ekki bara vísir til þess joi að gera sömu mistökin aftur. Þeir eru búnir að lýsa því fjálglega yfir að þeir ætli að gera það þ.e. taka sjóðina úr tryggri ávöxtun og henda þeim í þetta ónýta hagkerfi á Íslandi og láta þá brenna upp þar.

Jón Bragi Sigurðsson, 10.7.2009 kl. 16:53

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hér er meira um þetta ef fólk nennir að lesa: http://jon-bragi.blog.is/blog/jon-bragi/

Jón Bragi Sigurðsson, 10.7.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband