Ríkisstjórnin er vandamálið, ekki Seðlabankinn

Gylfi Arnbjörnsson er á hálum ís og hætt við að hann hengi bakara fyrir smið með því að skella allri skuld á Seðlabankann.  Vandamálið er ríkisstjórnin og hennar hik og aðgerðarleysi í ríkisfjármálum.  Hennar nýjasta útspil, sem ég hef kallað skiptimyntafrumvarp til aðgerða í ríkisfjármálum hefur lítil áhrif. 

Það væri óábyrgt og hættulegt af hálfu Seðlabankans að lækka vexti án aðgerða í ríkisfjármálum sem taka á vandanum en ekki fresta honum.  Aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar er vandamálið hér en vegna pólitískar tengsla er ekki hægt að taka á þessu máli af öryggi og festu. ASÍ fer í kringum þetta eins og köttur um heitan graut sem ekki bætir stöðuna.

 


mbl.is Vond áhrif af uppsögn samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband