Vankunnátta og afskiptaleysi fellir Ísland

Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi og það á svo sannarlega við þegar Bretar settu hryðjuverkalögin á Ísland.

"Ekki fengust skýr svör frá íslenskum stjórnvöldum" var nóg til að setja hryðjuverkalög á landið. 

Þetta er einhver sú neyðarlegasta útskýring á milliríkjadeilu sem sést hefur í Evrópu í áratugi. 

Þvílík niðurlæging fyrir íslensk stjórnvöld og stjórnsýslu. 

Við virðumst hafa lent í botnlausu feni vanhæfni, spillingar og afskiptaleysis.


mbl.is Bresk stjórnvöld verja hryðjuverkalögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bretar bera ekki nokkra virðingu fyrir Íslandi.  Velti fyrir mér hvers vegna það skyldi nú vera ? 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 17:40

2 identicon

Sæll Andri.

Hér var ekki starfandi virkur utanríkisráðherra mánuðum saman í haust og vetur? Þau litlu samskipti sem landið átti við Breta fóru fram í gegnum dýralækni annars vegar og krónískan lygara hins vegar.

Það var bókstaflega enginn til þess að halda fram hagsmunum Íslands á þessum tíma.

TH (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 17:50

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Hákon.

Hvers vegna ættu Bretar að bera virðingu fyrir Íslendingum?  Hafa íslenskir kaupsýslumenn og bankamenn hagað sér á skynsamlega?  Hafa íslensk stjórnvöld gefið réttar og nákvæmar upplýsingar tímalega?  Það þarf að skera niður þjónustu við krabbameins veik börn í Bretlandi vegna íslenskrar vankunnáttu, græðgi og afskiptaleysis.  Er það eitthvað til að vera stoltur yfir?  

Nei þetta snýst ekki um virðingarleysi Breta heldur eina mestu svikamillu í Evrópu í 60 ár.  Og veistu hvað, samkvæmt Evu Joly er þessi svikamilla "Made in Iceland" 

Andri Geir Arinbjarnarson, 20.6.2009 kl. 20:45

4 identicon

Sumsé reiði bretana er nú beint að íslensku þjóðinni allri, en þeir hafa ekki tök á því að sækja gerendurna sem m.a. soguðu fé út úr hjúkrunar- og öldrunarheimilum og fóðruðu eigin vasa méð þeim fjármunum.

Eðlilegar tilfinningar hjá þeim, en framkoma þeirra - gagnvart íslensku þjóðinni - er ekki raunhæf að mínu mati og langur vegur frá því.  Þeir hafa m.a. fallið í þá gryfju að nýta sér stærðamun þjóðanna, neituðu aðkomu hlutlauss dómsstóls og hafa að auki beitt fyrir sér Evrópusambandinu. 

Því hef ég gagnrýnt harðlega framkomu þeirra og stend við hvert orð.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 00:04

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það eru víst 2 hliðar á hverju máli, stundum fleiri og hér er eitt slíkt mál.

Arinbjörn Kúld, 21.6.2009 kl. 03:43

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sjaldan veldur einn þá tveir deila

Andri Geir Arinbjarnarson, 21.6.2009 kl. 05:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband