Kjaftshögg fyrir öryrkja og aldraða

Á sama tíma og skerða á kjör þeirra sem minnst mega síns á að eyða 400 milljónum kr. yfir 5 ár til að búa til störf fyrir 5 flokksgæðinga.  Það tók VG ekki langan tíma að sóa hækkuðum sköttum!

Þetta dæmi mun aldrei ganga upp einfaldlega vegna þess að það eru engir Íslendingar sem geta uppfyllt starfskröfur hjá svona stofnun og engir útlendingar með nægilega reynslu og þekkingu fara að sækja um störf sem borga að hámarki 5,000 evrur á mánuði.

Auðvita þurfum við utanaðkomandi þekkingu og reynslu til að byggja upp okkar fjármálakerfi og þar verðum við að láta gæðin ráða.  Eina vitið er að ráða erlenda sérfræðinga tímabundið í þetta verkefni.

Það verður ódýrara, fljótvirkara og betra.


mbl.is Stofna Bankasýslu ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi þetta ekki sem rasismi við töpum peningum með því að hafa vonlausa og lélega lækna sem ávísa næstum hverjum sem er 75% örorkubætur sér er alveg fáránlegt svo er það að þeir útlendingar sem komu bara til þess eins að vinna skulu bara koma sér heim aftur þeir hafa ekkert að gera hérna. atvinnan er nánast enginn

kristján (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 11:17

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sovét-Ísland óskalandið hvenær kemur þú?

Sovét-Ísland
Sovét-Ísland
óskalandið
hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng
þögnin nógu þung
þorstinn nógu sár
hungrið nógu hræðilegt
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?

(Jóhannes úr Kötlum: Samt mun ég vaka, 1935) 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.6.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband