Heilbrigðisráðherra Lettlands segir af sér

Heilbrigðisráðherra Lettlands sagði af sér í gær eins og flestir fréttamiðlar um allan heim sögðu frá! 

Heilbrigðisráðherrann sagðist ekki treysta sér að framkvæma þann niðurskurð sem þingið samþykkti nýlega.  Niðurskurður upp á um 1 milljarð evra var samþykktur á þriðjudaginn og þar er farið fram á 30% samdrátt í útgjöldum til heilbrigðismála.  Óljóst er hvort fækka þurfi fleiri spítölum, en í apríl var gert ráð fyrir að 24 spítalar yrðu enn starfhæfir eftir 4 ár af þeim 59 sem starfa í dag.

International Herald Tribune er með ítarlega umfjöllun um þessa frétt í dag þar sem Ísland ber einnig á góma.  Þar segir:

"Like Iceland, another small country that lived beyond its means during the credit boom, ...  the government (of Latvia), however, has been better able than Iceland was in drawing on international support..."

Já, það eru ekki bara íslenskir bloggarar sem eru gáttaðir á vinnubrögðum íslenskra stjórnvalda!

Svo verður athyglisvert að fylgjast með hvað Ögmundur gerir 2010!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta eru góðar greinar hjá þér Andri síðustu tvo, þrjá daga.

Ástandið er smá saman að versna og þó er ekki byrjað að taka á vandanum. Reynt er að slá öllu á frest, hvort sem það er niðurskurður ríkisútgjalda eða greiðslur á Icesave.

Niðurskurður upp á 20 milljarða sem verið er að fást við nú er smámál miðað við þá 170 milljarða sem málið snýst um.

Ég sé ekki fram á að þessi ríkisstjórn né þeir forystumenn sem við höfum í hinum gömlu flokkunum á þingi ráði við þetta.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.6.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband