Icesave: Ekki milliríkjadeila heldur afarkostir!

Það er misskilningur að Icesave sé milliríkjadeila.  Þegar aðilar deila eru skiptar skoðanir um orsök og afleiðingar.  En ekki hér.  Bretar og Hollendingar skrifa 100% af þessu á Íslendinga.  Þeir eru ekki að deila aðeins að krefjast þess sem stolið var af þeim. 

Bretar og Hollendingar háðu enga milliríkjadeilu við Þjóðverja að loknu stríði.  Þjóðverjar voru látnir skrifa undir stríðslokasamkomulag alveg eins og Íslendingar eru látnir skrifa hér undir.  

Hins vegar keppast íslensk stjórnvöld og blaðamenn að fegra þetta af bestu getu og telja þjóðinni trú um að hér sé um samkomulag jafninga að ræða. 

 


mbl.is Harðasta milliríkjadeilan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viðbrögð og verklag fjölmiðla/blaðamanna er skiljanlegt, en þar kemur tregðu-lögmálið til.

Það sem að þetta mál gengur út á öðru fremur er að samninganefndin / Svavar / Geir H. áttuðu sig ekki á því grundvallaratriði að þessar skuldbindingar eru ekki pólítískt úrlausnarefni (hjal), heldur viðskiptalegs eðlis sem þarf að leysa fyrir viðeigandi hlutlausum dómsstól.

Samninganefndin stóð sig ekki (bretarnir hins vegar með heilum her útsmoginna lögmanna) og fara þarf á byrjunarreit.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband