Hærra atvinnuleysi, háir vextir og veik króna

Hækkun á tryggingargjaldi er mjög varasöm aðgerð og betra hefði verið að skera niður í útgjöldum ríkisins.  Með þessu er ríkið að færa sinn niðurskurð yfir á einkageirann, m.ö.o. það er verið að hlífa ríkisstarfsmönnum á kostnað þeirra sem vinna í einkageiranum. 

Þessar skattaaðgerðir munu ekki leiða til lækkunar vaxta og sterkari krónu eins og niðurskurðaraðgerðir hefðu gert.  Því er þetta ein versta útkoman fyrir atvinnulífið og kallar á meira atvinnuleysi.  Fyrirtækin í landinu geta ekki staðið undir hærri sköttum án þess að vextir lækki.  Eitthvað verður að gefa eftir,  annað hvort lækka laun eða fólki verður sagt upp.

 

 

 


mbl.is Skattahækkanir úr ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband