16.6.2009 | 15:29
Hærra atvinnuleysi, háir vextir og veik króna
Hækkun á tryggingargjaldi er mjög varasöm aðgerð og betra hefði verið að skera niður í útgjöldum ríkisins. Með þessu er ríkið að færa sinn niðurskurð yfir á einkageirann, m.ö.o. það er verið að hlífa ríkisstarfsmönnum á kostnað þeirra sem vinna í einkageiranum.
Þessar skattaaðgerðir munu ekki leiða til lækkunar vaxta og sterkari krónu eins og niðurskurðaraðgerðir hefðu gert. Því er þetta ein versta útkoman fyrir atvinnulífið og kallar á meira atvinnuleysi. Fyrirtækin í landinu geta ekki staðið undir hærri sköttum án þess að vextir lækki. Eitthvað verður að gefa eftir, annað hvort lækka laun eða fólki verður sagt upp.
Skattahækkanir úr ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:11 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.