16.6.2009 | 09:11
Bankar: Íslensk einokun eða erlend samkeppni
Framtíð íslenskrar bankastarfsemi er ekki björt. Annað hvort erum við með íslenska ríkisbanka sem starfa einir hér á markaðinum eða við afhendum bankarekstur til erlendar aðila.
Íslenskur banki getur ekki starfað við hliðina á góðum og traustum erlendum banka einfaldlega vegna þess að sparifjáreigendur myndu færa sig yfir til þess banka sem hefur traustastan bakhjarl.
Því verður að láta Glitni og Kaupþing í hendur útlendinga og breyta Landsbankanum í geymslustofnun fyrir eitraðar eignir "toxic assets".
Útibú erlendra móðurbanka? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held það sé ljóst að það verður ekki hægt að halda þessum þrem stóru ríkisbönkum gangandi á næstu misserum.
Fyrir það fyrsta þá treystir skv. skoðunarkönnunum, aðeins 4% þjóðarinnar þessum bönkum og starfsmönnum þeirra. Bara þess vegna þarf og verður að endurnýja þá frá grunni með nýjum starfsreglum, nýjum starfsháttum og nýju fólki.
Komi hingað einn erlendur banki og setji hér upp útbú, þá munu flestir sparifjáreigendur flytja sitt fé þangað og öll sín bankaviðskipti. Slíkur erlendur banki mun fá upp í heldur meirihluta allra innlánsviðskipta í landinu. Aðrir bankar munu alltaf verða smábankar við hlið þess erlenda. Það er nóg að hafa Sparisjóðina til að sinna því hlutverki.
Auk þess verða þessir ríkisbankar ekki söluvara fyrr en eftir mörg ár, ef þá nokkurn tíma. Líklegast er að þeir fari aftur í gjaldþrot þegar neyðarlögin hætta að vernda þá og innlendir og erlendir dómstólar fara að fjalla um dómsmálin öll sem eru í undirbúningi.
Ekki myndi ég vilja eiga í miklum viðskiptum við þessi "nýju" banka, komist ég hjá því, fyrr en eftir 5 til 10 ár þegar væntanlegum málaferlum er lokið því eitt tapað mál getur gert þessa banka gjaldþrota á ný.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.6.2009 kl. 11:50
JessSir !
Burt með ríkisblánkana sem eru dagvistarstofnanir fyrir dulbúið atvinnuleysi sem felst í yfirþyrmandi óskilvirkni 5000 bankastarfsmanna þegar Bandaríkjamönnum duga 1.8 milljón til að höndla mun meira fjármagn.
Pí - sinnum yfirmannað bankakerfi !
Halldór Jónsson, 17.6.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.