12.6.2009 | 11:00
Geta Íslendingar rekið banka?
Hvaða sparifjáreigandi myndi leggja sitt sparifé inn á íslenskan banka ef erlendur banki starfaði við sömu götu? Er Íslendingum treystandi til að reka banka í framtíðinni. Hvaða kunnátta og þekking er hér á landi í rekstri banka sem sinna þörfum almennings en ekki útvaldra sem í gær voru útrásarvíkingar en í dag eru pólitískir gæðingar?
Verður nokkurn tíma hægt að lyfta gjaldeyrishöftum, einfaldlega vegna þess að allt sparifé Íslendinga myndi leita út til erlendra banka sem eru reknir af fagfólki? Þetta er miklu stærra vandamál en krónubréfin.
Hitt vandamálið er að enginn heiðarlegur erlendur fjárfestir hefur áhuga á íslenskum eignum. Hinsvegar hafa erlendir braskarar og spekúlantar svo ekki sé talað um erlenda leppi fyrir gamla útrásarvíkinga mikinn áhuga að komast yfir eignir hér á landi.
Hvernig við ætlum að komast út úr þessum vítahring spillingar og brasks er ekki auðvelt að sjá nema að umturna öllu samfélaginu og stokka allt upp á nýtt. Það eru hins vegar hverfandi líkur á því.
Það vantar ekkert nema skiltið:
"Welcome to Iceland, a haven for speculation, excessive risk-taking and corruption, and with all the benefits of an OECD country"
Bankarnir tóku mikla áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég er bankastjóri BLÓÐBANKANS og sá rekstur gengur vel, enda er ég "gæðablóð" svo er Biggi frændi bankastjóri SÆÐISBANKANS og hann er alltaf að leggja inn í þann banka......
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 12.6.2009 kl. 11:06
Ég veit nú ekki hvort Íslensku bankarnir hafi eitthvað verri en þeir erlendu. Flestir erlendir, bankar á þeim tíma þegar bankarnir heima fóru á hausinn, voru tæknilega gjaldþrota. Þessi vitleysa almennt í heiminum stafar einfaldlega að það flutu peningar (á 0 prósent vöxtum) um allt þannig að bankarnir almennt urðu áhættusæknir. Hins vegar má svo deila um það, þegar menn lentu í vandræðum í lok 2007 og í upphafi 2008, hvort ekki hefði átt að leyfa einhverju af þessu að fara. Ég held nú ekki að ætlunin hafi verið að senda Ísland á hausinn heldur reyna að sigla í gegnu þetta að menn héldu "tímabundna" ástand.
Hörður Valdimarsson, 12.6.2009 kl. 11:25
Vanþekkingin var og er skelfileg innan íslenska bankageirans. Eigendurnir eiga stærstu sökina á óvarlegri / fífldjarfri / heimskulegri útlánastefnu, en stjórnendurnir kóuðu með. Allir aðiliar héldu að þeir væru að reka góðan business og að hlutabréf gætu ekki fallið í verði eða lánsfjármarkaðir lokast. Irónían við þetta er að um miðsumar 2007, á hápunkti hlutabrefaverðs, þá eru bankarnir dauðadæmdir. Það þurfit bara eina steinvölu til þess að gára vatnið og þá var voðinn vís fyrir þessu hripleku fley. Stór hluti af útlánum bankanna voru undirmálslán. Ekki þessi hefðbundnu, heldur lán til ofurskuldsettra eignarhaldsfélaga sem fjárfestu aðallega á íslenska hlutabréfamarkaðinum. Um leið markaðurinn fór að falla, þá hrundi þessi spilaborg. Útlánatöp bankanna 2008-2009 hefðu gert þá gjaldþrota. Lausafjárkrísan stytti bara dauðastríðið.
Guðmundur Pétursson, 12.6.2009 kl. 14:55
Þetta er alveg rétt hjá þér Guðmundur en hvað með alla þessa banka í Bretlandi, Sviss, þýskalandi og USA. Margir af stærðstu bönkum heims höguðu sér eins. Meirihlutinn af öllum stærðstu bönkum bretlands eru komnir að hluta eða algerlega í eign ríksins. Hvað með USB hvað með Lehman hvað með RBS............Gæti haldið endalaust áfram. Ef menn halda að við verðum þeir einu sem fara illa út úr þessu þá skjátlast þeim. Það kostar gríðarlega að hafa bjargað öllum þessum bönkum og reikningurinn verður sendur að lokum til skattgreiðenda í hvaða formi sem það verður. Formið skiptir ekki máli.Hvað sem valið verður kemur það til að minnka hagvöxt og minnka ráðstöfunartekjur ásamt því að valda auknu atvinnuleysi.
Hörður Valdimarsson, 12.6.2009 kl. 15:05
Hörður, Auðvita höguðu margir erlendir banka sér ekki vel og þurftu björgunar við en ekki allir. Það er þetta kerfishrun á Íslandi sem er svo slæmt. Allar íslenskar fjármálastofnanir virðast hafa haft sömu strategíuna. Af hverju áttum við ekki banka eins og Rabobank í Hollandi, þeirra gamla landbúnaðarbanka sem er eini AAA banki í Evrópu og hefur mjög konservatífa stefnu sem þeir breyta ekki út af, sama hvað gengur á annars staðar.
Andri Geir Arinbjarnarson, 12.6.2009 kl. 15:34
Það rétt Hörður, þetta var/er ekki bundið við Ísland. Sérstaða íslensku bankana var líklega sú hversu lántakendur hjá þeim voru yfirhöfuð gífurlega gíraðir. Sjávarútvegurinn, almenn rekstrarfélög og eignarhaldsfélögin. Hvað varðar eignarhaldsfélögin, þá voru þau að fjárfesta á svo grunnum markaði sem íslenski hlutabréfamarkaðurinn er sem gerði vandamálið óyfirstíganlegt fyrir bankana um leið og markaðurinn fór að lækka. Það var ekki hægt með góðu móti að koma þessum bréfum í verð.
Undirmálslánin bandarísku, var rótin að vanda flesta þessara banka sem þú nefnir. Það verða mörg lönd sem fara illa út úr þessari krísu, en fá eins illa og Ísland. Sum sleppa vel eins og hin Norðurlöndin.
Guðmundur Pétursson, 12.6.2009 kl. 15:42
Andri, ég veit að þú getur fundið banka sem voru vel reknir en það breytir því ekki að margir af stærðstu böknum evrópu hefðu orðið gjaldþrota ef ekki hefði komið til hjálpandi hend evrópska seðlabankans aðrir voru yfirteknir af ríkistjórnum. Kerfishrunið verður einfaldlega vegna þess að engin gat hlaupið undir bagga með bönkunum. Er ekki alveg að fatta hvað þú meinar þegar þú segir að allir bankarnir hafi haft sömu strategiuna. Vil sjálfur meina að töluverður munur var á bönkunum.
Hörður Valdimarsson, 12.6.2009 kl. 16:40
Guðmundur, þetta er jú rétt sem þú segir. En það sama gildir t.d. hér í danmörku sem ég bý. Það er sko fullt af Jóns Ásgeirs gaurum hér líka, þeir voru flestir miljarðamæringar en eru nú með nebban í götunni með tilheyrandi töpum fyrir bankana hér. Ástandið er þó mjög gott miðað við annars staðar í evrópu.
Ég vil meina að eignasöfn ákviðinna félaga heima hafi verið góð. Það stenst þó enginn þær hamfarir sem áttu sér stað á hlutabréfamarkaði. Til skamms tíma var þetta eini markaðurinn sem virkaði (lesist með verðmyndun) og var hann því óspart notaður til fjáröflunar því menn höfðu engann aðgang að fé. Hver hefði trúað því að t.d. stöndug félög eins og Storebrand myndi fara niður í 10 (er núna 28) en fór hæðst í 110. Þessi lausafjárkreppa olli því að menn seldu allt sem hægt var að selja og þar sem eini starfhæfi markaðurinn var hlutabréfamarkaður þá seldu menn hlutabréf sem aftur olli eiginfjárbruna sem er sérstaklega slæmur fyrir fjármagnsstofnanir vegna laga um eiginfjárhlutfall.
Til gamans má geta þess að niðurlæging Íslands var alger þegar hlutur Kaupþings í Storebrand var seldu til RBS sem var búið að þjóðnýta. Þessum samningum var þó rift sem betur fer en bretarnir vildu kaupa á genginu 11 ef ég man rétt.
Hörður Valdimarsson, 12.6.2009 kl. 17:02
Hörður,
Allir íslensku bankarnir lánuðu stórfúlgur til sinna eigenda og til hlutabréfakaupa og eignarhaldsfélaga. Allir íslensku bankarnir voru með "investment banking" strategíu. Það voru þessi tegund banka sem fór svo illa út úr þessari kreppu. Gamaldagsbankar sem aðeins taka við innlánum og lána í rekstur gegn veði stóðu þetta af sér miklu betra. Eftir kreppuna 1932 voru sett lög í Bandaríkjunum kölluð Glass Stegal sem bönnuðu að blanda þessum tveimur módelum saman í einn banka. Bill Clinton afnám þessi lög og þau eiga mikinn þátt í því hversu víðtækt bankahrunið varð sérstaklega í Bandaríkjunum. Lönd sem ekki blanda þessu saman stóðu þetta miklu betur af sér.
Svo er ég algjörlega ósammála að ekki hefði verið hægt að bjarga einum banka á Íslandi. Með fyrirhyggju og öflugu eftirliti og neyðaráætlun hefði verið hægt að koma hlutum svo fyrir að einn banki stæði áföllin af sér. Hér eru um afglöp að ræða sem skrifast á FME, Seðlabankann, ríksstjórnina og stjórnir bankanna.
Andri Geir Arinbjarnarson, 13.6.2009 kl. 08:26
Andri, kannski var hægt að misskilja "enginn stenst" en ég hef alla tið meint að Kaupþing hefði aldrei átt að falla. Klárlega er hér um afglöp að ræða og sérstaklega að menn noturðu ekki tímann eftir að Glitninmenn komu að máli við Seðlabanka. Menn höfðu næstum þrjár vikur fram að falli lánsins á Glitnir. Ennfremur virðast allar aðgerðir og ákvarðanir verið teknar á því augnarbliki sem vandi skeður. Þá vil ég benda á að AGS og fleiri voru búnir að benda eftirlitskerfinu á að búa tíl neyðarplan þ.s. að ef einn banki félli væri líklegt að þeir allir myndu falla. Ekkert slíkt plan fannst.
Það má lengi karpa um þessa banka en það er rétt hjá þér með þessa inestment strategiu. Það breytir ekki þeirri staðreynd að mjög stór hluti banka, þar á meðal stærðstu bankar evrópu, í evrópu eru komnir í ríkiseign að hlut eða að öllu leiti eða fengið mikil framlög annað hvort frá ríkisstjórnum eða seðlabanka vegna þess að þeir höfðu sömu strategiu og Íslendingar.
Hörður Valdimarsson, 13.6.2009 kl. 12:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.