11.6.2009 | 15:43
43 Alþingismenn
Nú þegar allt dregst saman á Ísland er ekki eðlilegt að fækka Alþingismönnum, segum um þriðjung niður í 43.
Nota má þá peninga sem sparast til að efla þingnefndir og umboðsmann Alþingis. Þingnefndir þurfa á eigin sérfræðingum að halda, fólki sem hefur reynslu og þekkingu af þeim málum sem falla undir hverja nefnd. Það er ótækt að Alþingi þurfi alltaf að betla til framkvæmdavaldsins um útreikninga og forsendur.
Ekki að skilja að hér eigi að tvöfalda alla vinnu, heldur þarf þingið á velvöldu fólki að halda sem getur á augabragði farið yfir reiknikúnstir embættismanna og kafað ofaní forsendur og aðferðir.
Uppákoman með Evu Joly sýnir að gagnrýni á framkvæmdavalið er þjóðarnauðsyn.
Stjórnsýslubreytingar í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.